Spjaldtölvur afhentar

Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðuvallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölvunni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í morgun. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Alexöndru tækið.

„Við höfum alltaf verið stolt af skólunum okkar í Kópavogi, en vitað um leið að það er ekki vænlegt til árangurs að standa í stað, spjaldtölvuvæðing grunnskólanna er byltingarkennt verkefni sem við erum stolt af og hlökkum að framkvæma,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið.

Í kjölfarið var vígt glæsilegt húsnæði unglingadeildar Hörðuvallaskóla í Kórnum. Þar hafa verið innréttaðar sjö skólastofur og starfsmannaaðstaða og verða fleiri stofur teknar í notkun um áramót.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar og Helgi Halldórsson skólastjóri vígja unglingadeild Hörðuvallaskóla í Kórnum.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar og Helgi Halldórsson skólastjóri vígja unglingadeild Hörðuvallaskóla í Kórnum.

Nemendur í 8. og 9. bekkjar Hörðuvallaskóla og annarra grunnskóla í Kópavogi fengu svo afhentar spjaldtölvur í skólastofum sínum og er þar með spjaldtölvuvæðing grunnskóla Kópavogs hafin af fullum krafti.

Tæplega 900 tæki eru afhent að þessu sinni en innleiðing spjaldtölva í grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust. Allir grunnskólakennarar í Kópavogi fengu spjaldtölvur í júní síðastliðnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að