Spjaldtölvur afhentar

Alexandra Björk Magnúsdóttir, elsti nemandi 9. bekkjar Hörðuvallaskóla, tók við fyrstu spjaldtölvunni fyrir hönd nemenda í 8. og 9. bekk skólans í morgun. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti Alexöndru tækið.

„Við höfum alltaf verið stolt af skólunum okkar í Kópavogi, en vitað um leið að það er ekki vænlegt til árangurs að standa í stað, spjaldtölvuvæðing grunnskólanna er byltingarkennt verkefni sem við erum stolt af og hlökkum að framkvæma,“ sagði bæjarstjóri Kópavogs við tækifærið.

Í kjölfarið var vígt glæsilegt húsnæði unglingadeildar Hörðuvallaskóla í Kórnum. Þar hafa verið innréttaðar sjö skólastofur og starfsmannaaðstaða og verða fleiri stofur teknar í notkun um áramót.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar og Helgi Halldórsson skólastjóri vígja unglingadeild Hörðuvallaskóla í Kórnum.
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Margrét Friðriksdóttir formaður skólanefndar og Helgi Halldórsson skólastjóri vígja unglingadeild Hörðuvallaskóla í Kórnum.

Nemendur í 8. og 9. bekkjar Hörðuvallaskóla og annarra grunnskóla í Kópavogi fengu svo afhentar spjaldtölvur í skólastofum sínum og er þar með spjaldtölvuvæðing grunnskóla Kópavogs hafin af fullum krafti.

Tæplega 900 tæki eru afhent að þessu sinni en innleiðing spjaldtölva í grunnskóla í Kópavogi hefst með þessum tveimur árgöngum. Sjötti og sjöundi bekkur fær spjaldtölvur upp úr áramótum og síðustu tveir árgangar næsta haust. Allir grunnskólakennarar í Kópavogi fengu spjaldtölvur í júní síðastliðnum.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kristín Sævarsdóttir
IMG_20140507_110830
UMSK07
umhverfi1
armannmargret
Hjalmar_Hjalmarsson
Karlakor
Patrekur Ari
Vorverk – Tinna