Vita bæjarbúar hvað bæjarstjórinn heitir?

Spurning dagsins:  Hvað heitir bæjarstjóri Kópavogs?

Rune Jensen
Rune Jensen

Rune Jensen:  „Aahhh…..hvað heitir hann aftur……ég man það ekki. Ég er samt nýbúinn að sjá hann í blaði en ég man ekkert hvað hann heitir. En ég er líka bara búinn að búa á Íslandi í 6 mánuði og er að læra íslensku þannig að mér er kannski vorkun.“

Birgir Ísleifsson
Birgir Ísleifsson

Birgir Ísleifsson: „Hann heitir Ármann Ólafsson. Ég er alveg með það á tæru.“

Hrafnhildur og Emelía
Hrafnhildur og Emelía

Hrafnhildur og Emelía: „Ekki grænan grun! En við vorum nú bara að flytja í bæinn fyrir nokkrum mánuðum.“

Elli og Bjarni hjá Olís í Hamraborg.
Elli og Bjarni hjá Olís í Hamraborg.

Elli og Bjarni, afgreiðslumenn hjá Olís í Hamraborg svöruðu í kór: „Nú, Ármann Ólafsson auðvitað! Þetta var nú auðveld spurning. Eru einhver verðlaun?!“

 

 

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér