Vita bæjarbúar hvað bæjarstjórinn heitir?

Spurning dagsins:  Hvað heitir bæjarstjóri Kópavogs?

Rune Jensen
Rune Jensen

Rune Jensen:  „Aahhh…..hvað heitir hann aftur……ég man það ekki. Ég er samt nýbúinn að sjá hann í blaði en ég man ekkert hvað hann heitir. En ég er líka bara búinn að búa á Íslandi í 6 mánuði og er að læra íslensku þannig að mér er kannski vorkun.“

Birgir Ísleifsson
Birgir Ísleifsson

Birgir Ísleifsson: „Hann heitir Ármann Ólafsson. Ég er alveg með það á tæru.“

Hrafnhildur og Emelía
Hrafnhildur og Emelía

Hrafnhildur og Emelía: „Ekki grænan grun! En við vorum nú bara að flytja í bæinn fyrir nokkrum mánuðum.“

Elli og Bjarni hjá Olís í Hamraborg.
Elli og Bjarni hjá Olís í Hamraborg.

Elli og Bjarni, afgreiðslumenn hjá Olís í Hamraborg svöruðu í kór: „Nú, Ármann Ólafsson auðvitað! Þetta var nú auðveld spurning. Eru einhver verðlaun?!“

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Pétur – Aníta DSC_1070
Kópavogur
Vetrarfærðin
Dimmuhvarf_3
Rafbíll
Lísa Z. Valdimarsdóttir, sem nýtekin er við sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs.
kfrettir_200x200
Sjálfstæðisflokkur og Björt framtíð í Kópavogi
Sæbólsbraut