Spurning dagsins: Hvað heitir bæjarstjóri Kópavogs?
Rune Jensen: „Aahhh…..hvað heitir hann aftur……ég man það ekki. Ég er samt nýbúinn að sjá hann í blaði en ég man ekkert hvað hann heitir. En ég er líka bara búinn að búa á Íslandi í 6 mánuði og er að læra íslensku þannig að mér er kannski vorkun.“
Birgir Ísleifsson: „Hann heitir Ármann Ólafsson. Ég er alveg með það á tæru.“
Hrafnhildur og Emelía: „Ekki grænan grun! En við vorum nú bara að flytja í bæinn fyrir nokkrum mánuðum.“
Elli og Bjarni, afgreiðslumenn hjá Olís í Hamraborg svöruðu í kór: „Nú, Ármann Ólafsson auðvitað! Þetta var nú auðveld spurning. Eru einhver verðlaun?!“