Stækkun hjúkrunarheimilis í Boðaþingi

Frá undirritun samkomulagsins. Ármann Kr. Ólaffson, bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs.
Frá undirritun samkomulagsins. Ármann Kr. Ólaffson, bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs.
Frá undirritun samkomulagsins. Ármann Kr. Ólaffson, bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra og Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs.

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogsbæjar og Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra undirrituðu nýverið samkomulag um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi. Það mun rísa á lóð Kópavogsbæjar í Boðaþingi og verður tengt við byggingu með 44 hjúkrunarrýmum sem þegar hefur risið á lóðinni. Stefnt er að því að taka heimilið í notkun á seinni hluta árs 2018.

„Samkomulagið er afar ánægjulegt fyrir bæjarfélagið. Það er mikil eftirspurn eftir hjúkrunarrýmum í Kópavogi og tímabært að hefjast handa við stækkun Boðaþings,“ segir Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs. Heildarkostnaður við hjúkrunarheimilið er áætlaður 1.430 milljónir króna. Kostnaðurinn skiptist þannig að 85% greiðist af velferðarráðuneytinu og 15% af Kópavogsbæ. Til viðbótar þessum kostnaði fellur til kostnaður við kaup á búnaði og greiðist hann í sömu hlutföllum og byggingin.

Skipaður verður fjögurra manna starfshópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra og Kópavogsbæjar. Fyrsta verkefni þess hóps verður að vinna að áætlulnargerð og fullnaðarhönnun hjúkunarheimilisins í samræmi við lög um um skipan opinberra framkvæmda. Þegar fullnaðarhönnun liggur fyrir skal leitað heimildar til verklegra framkvæmda hjá samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir. Miðað er við að framkvæmdir hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2017 og að taka megi heimilið í notkun á þriðja ársfjórðungi 2018.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar