Stækkun Tennishallarinnar

Myndin sýnir tillögu að stækkun Tennishallarinnar til austurs, út á núverandi bílaplan.
Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar.
Jónas Páll Björnsson, framkvæmdastjóri Tennishallarinnar.

Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti, þann 13. október 2015 í annað sinn að auglýsa deiliskipulagstillöguna um stækkun Tennishallarinnar, með níu atkvæðum gegn engu. Þverpólitísk samstaða hefur verið um þetta góða mál í bæjarstjórninni og voru oddvitar allra flokkanna, í bæjarstjórn Kópavogs, á sama máli. Stækkun Tennishallarinnar er stórt lýðheilsumál. Það er marg sannað að regluleg hreyfing, eins og fer fram í Tennishöllinni, fækkar heimsóknum og legutímum á sjúkrahúsum, sparar í heilbrigðiskerfinu auk þess sem við þurfum öll á skemmtilegri hreyfingu að halda til að bæta andlega líðan. Í Tennishöllinni æfa sex íþróttafélög, þar eru meðal annars höfuð- stöðvar Tennisfélags Kópavogs. Þar fer fram öflugt barna- og unglingastarf og fólk á aldrinum 4-85 ára spilar tennis sér til heilsubótar og skemmtunar.
Tennishöllin opnaði árið 2007 og má segja að þar hafi stærstu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu Kópavogur, Reykjavík og Hafnarfjörður sameinast um, ásamt hópi af tennisáhugamönnum sem byggðu húsið, að skapa því rekstrargrundvöll. Síðan þá hefur Garðabær bæst í hópinn. Þetta er ekki auðveldur rekstur. Þess vegna er þetta skynsamlegt og hagkvæmt rekstrarmódel fyrir alla aðila og afskaplega verðmætt fyrir íþróttabæinn Kópavog að þessi starfsemi hafi vaxið hér. Nú er staðan sú að Tennishöllin er búin að vera troðfull í mörg ár. Fólk mætir kl. 6:30 á morgnana og spilar fram á nótt. Haldin eru mörg alþjóðleg tennismót á hverju ári og fól sækir í þessa félagsmiðstöð en margir komast ekki að. Það sárvantar einnig tíma fyrir afreksstarf. Að mörgu leyti má segja að okkur hafi verið treyst fyrir uppgangi tennisíþróttarinnar á Íslandi. Nú sjáum við tækifæri til að bæta aðstöðuna og ég tel að okkur beri samfélagsleg skylda til að nýta tækifærið. Við teljum afar mikilvægt að varlega sé farið í allar framkvæmdir í dalnum. Af þeirri ástæðu höfum við verið á móti þeirri hugmynd að stækka Tennishöllina í vesturátt. Vestur af Tennishöllinni er eitt mest notaða útivistarsvæðið í dalnum. Þar eru útitennisvellir, crossfit svæði, tennisæfingaveggur, körfuboltavöllur og þar er göngustígur í gegnum svæðið sem tengir Fífuhvamminn og Smárann auk glerhýsi Sporthússins. Við viljum bæta dalinn og tennisaðstöðuna, en við viljum ekki standa að niðurrifi, á einu vinsælasta útivistarsvæðinu i dalnum þar sem er mikið mannlíf á sumrin.

Eitt mest notaða útivistarsvæðið í dalnum er vestanmegin við Tennishöllina.
Eitt mest notaða útivistarsvæðið í dalnum er vestanmegin við Tennishöllina.

Svæðið vestan Tennishallarinnar er á sumrin líflegur garður þar sem tennisspilarar, „cross fittarar“ og „boot camparar“ æfa og ég segi það beint frá hjartanu, því ég er hér alla daga, þarna skapast skemmtilegt andrúmsloft og það væru mistök að byggja hús þar. Ef hins vegar byggt er í austurátt, eins og tillagan gerir ráð fyrir, þá erum við að tala um 36 metra út frá núverandi Tennishöll. Nær það ekki lengra en um það bil að því svæði þar sem ómalbikað malarplan endar nú. Það verður að segjast eins og er að það lítur ekki vel út og nýtist bara sem bílastæði.
Í dag eru margir sem vita ekki af Tennishöllinni, því húsið liggur lágt. Þegar búið er að setja tré við norður og austurhlið stækkunarinnar, þá mun lítið sjást af húsinu nema þá helst á suðurhlið. Á suðurhliðinni verður lifandi glerbygging og úti- vistarsvæði fyrir framan hana. Ég er viss um að það verður gaman og notalegt, að ganga þarna framhjá og fylgjast jafnframt með krökkum í mini-tennis í gegnum glerið. Ég tel að stækkun Tennishallarinnar verði mikil upplyfting fyrir svæðið og muni ekki raska náttúrunni né breyta heildarmynd dalsins. Tennishöllin mun verða vin í dalnum fyrir börn, unglinga og fullorðna sem vilja spila þessa almenningsíþrótt, njóta samvista í þessari félagsmiðstöð og auka enn frekar aðdráttarafl Kópavogsdalsins. Síðan við opnuðum Tennishöllina árið 2007 hafa krakkar í bænum getað komið og spilað á lausum tímum án endurgjalds. Þetta nýta tenniskrakkarnir í hverri viku, koma snemma á morgnana og seint á kvöldin og um helgar. Þau finna öll bil sem myndast. Því miður er þó oft uppbókað. Við eigum stundum lausa tíma fyrir klukkan 14:30 virka daga og það er tilvalið t.d þegar það er starfsdagur í skólum, að leyfa krökkunum að koma og spila hjá okkur. Við lánum líka spaða og bolta og hér erum við líka með sjónvarpsaðstöðu og Andrésbækur og stefnan er að vera með borðtennisborð í stærri Tennishöll.

Sofia Sóley Jónasdóttir, Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir, Hekla Maria Oliver og Selma Dagmar Óskarsdóttir, tennisstelpur úr Tennisfélagi Kópavogs og unglingalandsliðinu í tennis, afhentu Birgi H. Sigurðssyni, skipulagsstjóra Kópavogs, undirskriftarlista rúmlega fimm hundruð tennisspilara í Tennishöllinni þar sem þeir fagna áformum um að stækka Tennishöllina.
Sofia Sóley Jónasdóttir, Melkorka Ingibjörg Pálsdóttir, Hekla Maria Oliver og Selma Dagmar Óskarsdóttir, tennisstelpur úr Tennisfélagi Kópavogs og unglingalandsliðinu í tennis, afhentu Birgi H. Sigurðssyni, skipulagsstjóra Kópavogs, undirskriftarlista rúmlega fimm hundruð tennisspilara í Tennishöllinni þar sem þeir fagna áformum um að stækka Tennishöllina.
Myndin sýnir tillögu að stækkun Tennishallarinnar til austurs, út á núverandi bílaplan.
Myndin sýnir tillögu að stækkun Tennishallarinnar til austurs, út á núverandi bílaplan.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Digirehab_1
ormadagar32014-1
Ólöf Breiðfjörð.
1-17
Ashildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs.
Elisabet
Hronn
Asdis
FKK-minna-500×500-1