Stærri og betri verslun Lindex í Smáralind

Albert og Lóa við opnun Lindex í Krossmóa, Reykjanesbæ í síðasta mánuði.

Framkvæmdum við stækkun verslunar Lindex í Smáralind lauk nýverið og mun stærri og endurbætt verslun hefur litið dagsins ljós.  Allar deildir Lindex hafa stækkað auk þess sem mátunarklefar hafa stækkað og þeir fluttir frá þeim stað sem þeir voru áður.  Þessu til viðbótar hefur orðið útlitsbreyting á versluninni sem tekur mið af nýrri innréttingahönnun Lindex. „Frá því Lindex hóf göngu sína hér í Smáralind árið 2011 hefur verið leitað leiða til þess að stækka verslunina og er því sérlega ánægjulegt nú að eiga tækifæri til að bæta þjónustuna með þessum hætti fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi. „Við erum mjög spennt að opna dyrnar í dag með nýju og endurbættu útliti auk þess að bæta verulega við í barna- og undirfatadeild og að fjölga til muna mátunarklefum.”

Breytingin felur í sér að hluti úr nýrri innréttingahönnun Lindex verslana lítur dagsins ljós. Skjáir og baklýstar myndir skipa veglegan sess í hönnuninni auk þess sem mátunarklefar gjörbreytast frá þeim sem áður prýddu verslunina.

Mátunarklefar taka miklum stakkaskiptum með nýrri innréttingahönnun.

Til viðbótar við þessar breytingar hefur netverslun Lindex opnað en hún gerir viðskiptavinum um land allt mögulegt að njóta vöruúrvals úr öllum deildum Lindex með sem stysta mögulega afhendingartima. „Það er ánægjulegt að geta sagt frá því að við munum opna netverslun á slóðinni lindex.is í næstu viku og erum við full tilhlökkunar að geta boðið okkar hagkvæmu tískuvörur í netverslun sem er á íslensku.  Það er því margt að gerast hjá okkur þessa dagana,” segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

 

 

 

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Tinna Sverrisdóttir.
logo
2013-09-05-1749
Angelina Belistov
Rannveigx
Audbrekka2
Pétur Hrafn Sigurðsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Kopavogskirkja
Kristín Sævars