Stærsta áskorun Kópavogs í samgöngumálum

Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.
Ása Richardsdóttir skipar 2. sætið á lista Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Stærsta áskorun Kópavogs í samgöngumálum er að byggja upp öflugt samgöngukerfi milli hverfa sem byggir ekki á akbrautum heldur göngu- og hjólastígum og öflugum almenningssamgöngum. Land Kópavogs er víðfemt og miklir möguleikar í gerð hjóla og göngustíga milli hverfa og innan hverfa sem standa sjálfstætt. Vegalengdir geta í mörgum tilvikum verið mun styttri milli hverfa heldur en ef fylgt er núverandi stofnbrautum. Með slíkri uppbyggingu myndi bæjarfélagið skapa jákvæðan hvata fyrir fólk að nota aðrar aðferðir en einkabíl, til að ferðast.  Jafnframt þarf að tryggja að stofnæðar sem liggja milli hverfa séu gerðar mun meira aðlaðandi með trjágróðri og fallegra skipulagi, ekki síst í nálægð íbúðarhúsa.

Um leið er brýnt að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sameinist um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi. Framsæknar tillögur um slíkt kerfi hafa þegar verið settar fram á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Samfylkingin í Kópavogi tekur heilshugar undir þær tillögur og vill leggja sitt að mörkum til að þær verði að veruleika.

Byggð Kópavogs hefur dreifst mjög víða frá árinu 1990 þegar þáverandi ráðafólk réðst í stórfellda úthlutun nýrra lóða og skipulag nýrra hverfa. Byggðin nær frá Kársnestá upp á Vatnsenda og einkennist Kópavogur frekar í dag af aðskildum hverfum en samstæðri úthugsaðri byggð. Þessi uppbygging gerðist á sama tíma og auknar kröfur fóru að heyrast í samfélaginu um vistvænt og grænt umhverfi, þéttingu byggðar og aukna áherslu á nærþjónustu og styrkari almenningsamgöngur. Nú er mál að linni. Framundan er gríðarlegt verkefni fyrir bæjaryfirvöld í Kópavogi að fanga bæjarstæðið og gera allt sem hægt er að gera til að búa til samstæða byggð fremur en aðskilin úthverfi líkt og nú.

Það verður að finna límið í „Nýjan Kópavog“ og það verður best sótt í brunn mannlífsins sjálfs, vilja fólk til að skipta um áherslur í sínu eigin lífi, njóta þess sem hið fallega bæjarstæði Kópavogs hefur upp á að bjóða, náttúru, heilsuræktar og aukinna lífsgæða.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að