Stærsta hátíð fyrir klassíska tónlist sem haldin hefur verið á Íslandi.

Um sextíu nemendur, fimmtíu flytjendur, tuttugu kennarar og um þrjátíu aðrir gestir taka þátt í Kammer-tónlistarhátíð unga fólksins sem stendur yfir dagana 7. til 17. ágúst í menningarstofnunum Kópavogs og víðar. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún er stærsta hátíð fyrir klassíska tónlist sem haldin hefur verið á Íslandi. Hún er styrkt með myndarlegum hætti af lista- og menningarsjóði Kópavogs.

Salurinn í Kópavogi er stöðugur vettvangur tónlistarviðburða. www.salurinn.is
Salurinn í Kópavogi er stöðugur vettvangur tónlistarviðburða. www.salurinn.is

Á hátíðinni er kastljósinu beint að kammertónlist í hvaða mynd sem er. Þar verða fetaðar ótroðnar slóðir í tónlist og tónlistarflutningi og frumflutt verða ný verk eftir ung tónskáld.

Eitt helsta markmiðið er að hvetja til samræðu milli flytjenda, tónskálda og áheyrenda. Meginmarkmiðið er þó að hlúa að grasrótinni og gefa ungu tónlistarfólki, flytjendum jafnt sem tónskáldum, tækifæri til tjáningar.

Dagskráin er afar fjölbreytt og er frítt inn á flesta viðburði nema kvöldtónleika. Enn er hægt að tryggja sér miða á midi.is, eða klukkutíma fyrir tónleika á tónleikastað.

Skipuleggjendur og frumkvöðlar hátíðarinnar eru tónlistarkonurnar Guðný Þóra Guðmundsdóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Guðrún Dalía Salomonsdóttir.

-www.kopavogur.is

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér