Stærsta hátíð fyrir klassíska tónlist sem haldin hefur verið á Íslandi.

Um sextíu nemendur, fimmtíu flytjendur, tuttugu kennarar og um þrjátíu aðrir gestir taka þátt í Kammer-tónlistarhátíð unga fólksins sem stendur yfir dagana 7. til 17. ágúst í menningarstofnunum Kópavogs og víðar. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en hún er stærsta hátíð fyrir klassíska tónlist sem haldin hefur verið á Íslandi. Hún er styrkt með myndarlegum hætti af lista- og menningarsjóði Kópavogs.

Salurinn í Kópavogi er stöðugur vettvangur tónlistarviðburða. www.salurinn.is
Salurinn í Kópavogi er stöðugur vettvangur tónlistarviðburða. www.salurinn.is

Á hátíðinni er kastljósinu beint að kammertónlist í hvaða mynd sem er. Þar verða fetaðar ótroðnar slóðir í tónlist og tónlistarflutningi og frumflutt verða ný verk eftir ung tónskáld.

Eitt helsta markmiðið er að hvetja til samræðu milli flytjenda, tónskálda og áheyrenda. Meginmarkmiðið er þó að hlúa að grasrótinni og gefa ungu tónlistarfólki, flytjendum jafnt sem tónskáldum, tækifæri til tjáningar.

Dagskráin er afar fjölbreytt og er frítt inn á flesta viðburði nema kvöldtónleika. Enn er hægt að tryggja sér miða á midi.is, eða klukkutíma fyrir tónleika á tónleikastað.

Skipuleggjendur og frumkvöðlar hátíðarinnar eru tónlistarkonurnar Guðný Þóra Guðmundsdóttir, Elín Ásta Ólafsdóttir, Gunnhildur Daðadóttir og Guðrún Dalía Salomonsdóttir.

-www.kopavogur.is

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar