• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Starfsmannafélag Kópavogs leggur fram sáttatilboð til að afstýra verkfalli

Starfsmannafélag Kópavogs leggur fram sáttatilboð til að afstýra verkfalli
ritstjorn
09/11/2014

Jó­fríður Hanna Sig­urðardótt­ur, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir að yfirvofandi verkfall starfsmanna bæjarins muni hafa víðtæk áhrif í Kópavogi.

Starfsemi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og sundlauga bæjarins mun lamast, einnig þjónustuverið, tölvudeildin, innheimtan, bókhaldið og starfsemi hjá velferðarsviði bæjarins.

Bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að fylgjast grannt með nýjustu upplýsingum á vef bæjarins um áhrif verkfallsins ef til þess kemur.

Starfsmannafélagið hefur svarað Kópavogsbæ með sáttatilboði, í þeirri von að hindra megi að verkfall skelli á næstkomandi mánudag, eins og það er orðað í tilkynningu. Efni tilboðsins er svohljóðandi:

  1. Aðilar samþykki kjara­samn­ing sem Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur gert við önn­ur bæj­ar­starfs­manna­fé­lög í land­inu. Sami gild­is­tími sé á samningnum eða frá 1. maí 2014.

  2. 50.000 króna ein­greiðsla renni til þeirra félagsmanna Starfs­manna­fé­lags­ Kópavogs sem störfuðu hjá bænum frá og með 1. maí 2014.

  3. Að sérá­kvæðið sé óhreyft, enda kostar það Kópavog ekki krónu aukalega í útgjöldum. Ef látið væri undan óskiljanlegri kröfu bæjarins um að afnema ákvæðið þá væri alvarlega vegið að félagafrelsi þeirra einstaklinga sem og rýra getu Starfsmannafélagsins til að berjast fyrir bættum kjörum starfsmanna Kópavogs á næstu árum.

  4. Samþykkt verði að Kópa­vogs­bær skipi full­trúa í stjórn Vís­inda­sjóðs Starfs­manna­fé­lags­ Kópavogs.

Til­boðið hefur þegar verið sent rík­is­sátta­semj­ara. Hann hefur þó ekki enn boðað neinn sáttafund í deilunni ólíkt því sem kom ranglega fram í fréttatilkynningu bæjarstjórans í Kópavogi, Ármanns Kr. Ólafssonar, fyrr í dag (á föstudag, innsk).

Starfsmannafélag Kópavogs lýsir yfir furðu á framferði bæjaryfirvalda í Kópavogi. Það er óskiljanlegt að næststærsta bæjarfélag landsins þverskallist við að skrifa undir tilbúinn kjarasamning við starfsmannafélagið, samning þar sem nær öll kjaratriði eru klár og samþykkt, vegna algers aukaatriðis. Bæjaryfirvöld hika ekki við að stefna þjónustu bæjarins við börn og eldri borgara í algert uppnám, allt út af þráhyggju embættismanna bæjarins gagnvart félagafrelsi 20 félaga í Starfsmannafélagi Kópavogs.

Við neitum að trúa því að kjörnir bæjarfulltrúar Kópavogs sitji þegjandi hjá þegar skjólstæðingar okkar í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum lenda í miklum vandræðum vegna þess að samningamenn bæjarins vilja að 20 einstaklingar verði reknir úr Starfsmannafélaginu. Og vegna hvers á að reka þá úr Starfsmannafélaginu? Jú vegna þess að þeir eru háskólamenntaðir.

Starfsmannafélagið harmar það ef til verkfalls kemur og vill gera það sem í þess valdi stendur til að afstýra því. En að reka 20 samstarfsmenn okkar úr Starfsmannafélaginu, svo langt erum við ekki tilbúin að ganga. Þar ætlum við okkur að standa vörð um grundvallarréttindi. Verkfallið er því alfarið á ábyrgð Kópavogsbæjar.

Efnisorð
Fréttir
09/11/2014
ritstjorn

Efnisorð

Meira

  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær yfir OECD meðaltali við innleiðingu Heimsmarkmiðanna

    Frammistaða Kópavogsbæjar er vel yfir meðaltali Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, hvað varðar stöðu innleiðingar margra Heimsmarkmiða Sameinuðu...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Fyrirtæki í Kópavogi innleiða Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

    Ellefu fyrirtæki í Kópavogi hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um innleiðingu  Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun inn...

    ritstjorn 24/09/2020
  • Lesa meira
    Íbúar Glaðheima ánægðir með hverfið

    Staðsetning og nálægð við þjónustu skipti miklu máli þegar íbúar í Glaðheimum í Kópavogi tóku ákvörðun um...

    ritstjorn 17/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.