Starfsmannafélag Kópavogs leggur fram sáttatilboð til að afstýra verkfalli

Jó­fríður Hanna Sig­urðardótt­ur, formaður Starfsmannafélags Kópavogs, segir að yfirvofandi verkfall starfsmanna bæjarins muni hafa víðtæk áhrif í Kópavogi.

Starfsemi grunnskóla, leikskóla, íþróttahúsa og sundlauga bæjarins mun lamast, einnig þjónustuverið, tölvudeildin, innheimtan, bókhaldið og starfsemi hjá velferðarsviði bæjarins.

Bæjaryfirvöld hvetja íbúa til að fylgjast grannt með nýjustu upplýsingum á vef bæjarins um áhrif verkfallsins ef til þess kemur.

Starfsmannafélagið hefur svarað Kópavogsbæ með sáttatilboði, í þeirri von að hindra megi að verkfall skelli á næstkomandi mánudag, eins og það er orðað í tilkynningu. Efni tilboðsins er svohljóðandi:

  1. Aðilar samþykki kjara­samn­ing sem Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur gert við önn­ur bæj­ar­starfs­manna­fé­lög í land­inu. Sami gild­is­tími sé á samningnum eða frá 1. maí 2014.

  2. 50.000 króna ein­greiðsla renni til þeirra félagsmanna Starfs­manna­fé­lags­ Kópavogs sem störfuðu hjá bænum frá og með 1. maí 2014.

  3. Að sérá­kvæðið sé óhreyft, enda kostar það Kópavog ekki krónu aukalega í útgjöldum. Ef látið væri undan óskiljanlegri kröfu bæjarins um að afnema ákvæðið þá væri alvarlega vegið að félagafrelsi þeirra einstaklinga sem og rýra getu Starfsmannafélagsins til að berjast fyrir bættum kjörum starfsmanna Kópavogs á næstu árum.

  4. Samþykkt verði að Kópa­vogs­bær skipi full­trúa í stjórn Vís­inda­sjóðs Starfs­manna­fé­lags­ Kópavogs.

Til­boðið hefur þegar verið sent rík­is­sátta­semj­ara. Hann hefur þó ekki enn boðað neinn sáttafund í deilunni ólíkt því sem kom ranglega fram í fréttatilkynningu bæjarstjórans í Kópavogi, Ármanns Kr. Ólafssonar, fyrr í dag (á föstudag, innsk).

Starfsmannafélag Kópavogs lýsir yfir furðu á framferði bæjaryfirvalda í Kópavogi. Það er óskiljanlegt að næststærsta bæjarfélag landsins þverskallist við að skrifa undir tilbúinn kjarasamning við starfsmannafélagið, samning þar sem nær öll kjaratriði eru klár og samþykkt, vegna algers aukaatriðis. Bæjaryfirvöld hika ekki við að stefna þjónustu bæjarins við börn og eldri borgara í algert uppnám, allt út af þráhyggju embættismanna bæjarins gagnvart félagafrelsi 20 félaga í Starfsmannafélagi Kópavogs.

Við neitum að trúa því að kjörnir bæjarfulltrúar Kópavogs sitji þegjandi hjá þegar skjólstæðingar okkar í skólum, leikskólum og á öðrum stofnunum lenda í miklum vandræðum vegna þess að samningamenn bæjarins vilja að 20 einstaklingar verði reknir úr Starfsmannafélaginu. Og vegna hvers á að reka þá úr Starfsmannafélaginu? Jú vegna þess að þeir eru háskólamenntaðir.

Starfsmannafélagið harmar það ef til verkfalls kemur og vill gera það sem í þess valdi stendur til að afstýra því. En að reka 20 samstarfsmenn okkar úr Starfsmannafélaginu, svo langt erum við ekki tilbúin að ganga. Þar ætlum við okkur að standa vörð um grundvallarréttindi. Verkfallið er því alfarið á ábyrgð Kópavogsbæjar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér