Í lok janúar var haldin sérstök handavinnusýning á skólasafni Kópavogsskóla. Sýningin var sérstök að því leiti að verkin voru unnin af starfsmönnum skólans þegar þeir voru sjálfir í grunnskóla. Flest verkin voru því frá sjötta, sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.
Sýningin var fyrir nemendur skólans og það var stjórn saumaklúbbs starfsmanna skólans sem ákvað að setja hana upp.
Ekki er hægt að segja annað en að nemendur voru mjög áhugasamir um þessa gömlu handavinnu og kom það skemmtilega á óvart, segir í frétt á heimasíðu Kópavogsskóla.
Fleiri myndir frá sýningunni er hægt að skoða hér. (Opnast í nýjum vafraglugga)