• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Stigataflan á nýju ári

Stigataflan á nýju ári
ritstjorn
19/12/2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í lífi sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018.

Flestir geta verið sammála um að á Íslandi er gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda áskoranir nútímans miklar. Þar þurfum við sem erum í stjórnmálum að vera á vaktinni. Við þurfum að þora að tala fyrir breytingum og vera óhrædd við að mæta stefnum sem ýta undir stöðnun og afturhald.

Þrátt fyrir að oft skerist í odda  milli andstæðra póla í pólitíkinni, getum við þó flest sammælst um að vinna að því að gera samfélagið okkar enn öflugra og nýta tækifærin sem okkur gefst til þess. Við getum líka sýnt meiri samheldni. Það er eitt af því sem við eigum að taka með inn í nýtt ár. Hægt er að deila um aðferðafræði og hugsjónir en meginmarkmiðið þvert á stjórnmálaflokka er það sama. Að gera betur fyrir þjóðina. Með nýrri ríkisstjórn koma breyttar áherslur. Henni árna ég heilla. Við sem erum í minnihluta verðum að huga að okkar vinnubrögðum og ætlumst til að hið sama gildi um ríkisstjórnina. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar. 

Við viljum byggja upp samfélag þar sem einstaklingar geta nýtt hæfileika sína til fulls. Í því samhengi er eitt mikilvægasta verkefnið að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum, ýta undir gegnsæi og að traust ríki í stjórnmálum og í garð stofnana ríkisins. Við tölum fyrir framsæknu menntakerfi, heilbrigðiskerfi, kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði, jafnréttismálum, frelsismálum, umhverfisvernd og alþjóðahyggju. Hvað sem nýtt ár ber í skauti sér verður það okkar hlutverk að halda þessum málum á lofti og það munum við gera.

Kæru Kópavogsbúar, um leið og ég þakka stuðninginn á liðnu ári vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Efnisorðaðsentefst á baugiumræðanviðreisn
Aðsent
19/12/2017
ritstjorn

Efnisorðaðsentefst á baugiumræðanviðreisn

Meira

  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Lesa meira
    Hamraborg 2.0

    Leiðari. Auðun Georg Ólafsson Hér í Kópavogsblaðinu var eitt sinn viðtal við listamenn sem vildu gjarnan sjá...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Hvernig líður þér?

    Samstarf Kópavogsbæjar og Landlæknisembættisins um lýðheilsu Kópavogsbúa hefur staðið undanfarin fimm ár með aðild bæjarins að Heilsueflandi...

    ritstjorn 03/11/2020
  • Lesa meira
    Heilsuefling eldri borgara í Kópavogi

    Í málefnasamningi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks er sérstaklega tekið á lýðheilsu eldri borgara í Kópavogi. Sú áhersla...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Að byrgja brunninn er lífsnauðsynlegt

    Það voru bæði slæmar og góðar fréttir sem bárust úr Kópavogi á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn þann 10. október...

    ritstjorn 25/10/2020
  • Lesa meira
    Fagleg og gagnsæ vinnubrögð

    Fulltrúalýðræðið byggir á þeirri forsendu að hægt sé að treysta því að vel sé farið með völdin....

    ritstjorn 22/10/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi
    Aðsent26/11/2020
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • 64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi
    Fréttir26/11/2020
  • Auðun Georg Ólafsson
    Hamraborg 2.0
    Aðsent26/11/2020
  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna
    Fréttir26/01/2021
  • Listasprengja í Kópavogi 2021
    Á döfinni26/01/2021
  • 1819 opnar Torgið
    Fyrirtæki26/01/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.