Stigataflan á nýju ári

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í lífi sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018.

Flestir geta verið sammála um að á Íslandi er gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda áskoranir nútímans miklar. Þar þurfum við sem erum í stjórnmálum að vera á vaktinni. Við þurfum að þora að tala fyrir breytingum og vera óhrædd við að mæta stefnum sem ýta undir stöðnun og afturhald.

Þrátt fyrir að oft skerist í odda  milli andstæðra póla í pólitíkinni, getum við þó flest sammælst um að vinna að því að gera samfélagið okkar enn öflugra og nýta tækifærin sem okkur gefst til þess. Við getum líka sýnt meiri samheldni. Það er eitt af því sem við eigum að taka með inn í nýtt ár. Hægt er að deila um aðferðafræði og hugsjónir en meginmarkmiðið þvert á stjórnmálaflokka er það sama. Að gera betur fyrir þjóðina. Með nýrri ríkisstjórn koma breyttar áherslur. Henni árna ég heilla. Við sem erum í minnihluta verðum að huga að okkar vinnubrögðum og ætlumst til að hið sama gildi um ríkisstjórnina. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar. 

Við viljum byggja upp samfélag þar sem einstaklingar geta nýtt hæfileika sína til fulls. Í því samhengi er eitt mikilvægasta verkefnið að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum, ýta undir gegnsæi og að traust ríki í stjórnmálum og í garð stofnana ríkisins. Við tölum fyrir framsæknu menntakerfi, heilbrigðiskerfi, kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði, jafnréttismálum, frelsismálum, umhverfisvernd og alþjóðahyggju. Hvað sem nýtt ár ber í skauti sér verður það okkar hlutverk að halda þessum málum á lofti og það munum við gera.

Kæru Kópavogsbúar, um leið og ég þakka stuðninginn á liðnu ári vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar

Deloitte flytur úr Turninum á Dalveg 30

Kynning Deloitte hefur flutt úr Turninum við Smáratorg, sem löngum hefur verið kenndur við fyrirtækið, í nýtt skrifstofuhúsnæði á Dalvegi 30.  Nýja húsnæðið er byggt samkvæmt umhverfisvottuðu byggingarstöðlunum BREEAM en

Marteinn Þór Pálmason, tannlæknir.

Tannsetrið tannlæknastofa fagnar eins árs afmæli

Kynning Bókaðu tíma í gegnum símaappið Noona eða á netinu Tannsetrið tannlæknastofa, sem staðsett er við Hlíðasmára 17 í Kópavogi, sinnir öllum almennum tannlækningum og tekur við sjúklingum á öllum aldri. Marteinn Þór