• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • 2021
  • Dreifingastaðir
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Dreifingastaðir
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Stigataflan á nýju ári

Stigataflan á nýju ári
ritstjorn
19/12/2017

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og oddviti í suðvesturkjördæmi.

Um áramót er gott að líta yfir farinn veg, staldra aðeins við og fara yfir stigatöfluna. Sumir slagir hafa unnist með sætum sigrum, en aðrir tapast. Þannig er lífið og eru slíkir öldudalir og toppar samofnir í lífi sérhvers manns á ári hverju. Þetta er alla jafna tíminn til þess að kveðja hið liðna, nýta reynsluna og undirbúa sig betur fyrir komandi ár, næstu verkefni og óvissuferðina árið 2018.

Flestir geta verið sammála um að á Íslandi er gott að búa. Þrátt fyrir smæð okkar, erum við öflugt samfélag. Tækifærin eru víða og samfélagið okkar tekur örum breytingum enda áskoranir nútímans miklar. Þar þurfum við sem erum í stjórnmálum að vera á vaktinni. Við þurfum að þora að tala fyrir breytingum og vera óhrædd við að mæta stefnum sem ýta undir stöðnun og afturhald.

Þrátt fyrir að oft skerist í odda  milli andstæðra póla í pólitíkinni, getum við þó flest sammælst um að vinna að því að gera samfélagið okkar enn öflugra og nýta tækifærin sem okkur gefst til þess. Við getum líka sýnt meiri samheldni. Það er eitt af því sem við eigum að taka með inn í nýtt ár. Hægt er að deila um aðferðafræði og hugsjónir en meginmarkmiðið þvert á stjórnmálaflokka er það sama. Að gera betur fyrir þjóðina. Með nýrri ríkisstjórn koma breyttar áherslur. Henni árna ég heilla. Við sem erum í minnihluta verðum að huga að okkar vinnubrögðum og ætlumst til að hið sama gildi um ríkisstjórnina. Við í Viðreisn munum einsetja okkur að halda uppi málefnalegri stjórnarandstöðu, styðja við góð mál og tala fyrir grundvallarhugsjónum Viðreisnar. 

Við viljum byggja upp samfélag þar sem einstaklingar geta nýtt hæfileika sína til fulls. Í því samhengi er eitt mikilvægasta verkefnið að tryggja stöðugleika í efnahagsmálum, ýta undir gegnsæi og að traust ríki í stjórnmálum og í garð stofnana ríkisins. Við tölum fyrir framsæknu menntakerfi, heilbrigðiskerfi, kerfisbreytingum í sjávarútvegi og landbúnaði, jafnréttismálum, frelsismálum, umhverfisvernd og alþjóðahyggju. Hvað sem nýtt ár ber í skauti sér verður það okkar hlutverk að halda þessum málum á lofti og það munum við gera.

Kæru Kópavogsbúar, um leið og ég þakka stuðninginn á liðnu ári vil ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Efnisorðaðsentefst á baugiumræðanviðreisn
Aðsent
19/12/2017
ritstjorn

Efnisorðaðsentefst á baugiumræðanviðreisn

Meira

  • Lesa meira
    Leikfélag Kópavogs: Þátttökumenning í 65 ár

    Leikfélag Kópavogs var stofnað árið 1957 og er því elsta menningarfélag í Kópavogi. Árið 2007 flutti leikfélagið...

    ritstjorn 12/05/2022
  • Lesa meira
    Forræðishyggja í 100 skrefum

    Allir flokkar sem bjóða fram þann 14. maí vilja gera vel fyrir samfélagið. Það bera auglýsingar þeirra...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Látum skynsemina ráða

    Kannanir hafa sýnt að stór hluti kjósenda gerir upp hug sinn síðustu daga fyrir kosningar. Nú þegar...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Skipulagsvaldið flutt frá Kópavogsbæ til verktaka

    Í auglýsingu vegna sölu eignanna í Fannborg frá því í ágúst 2017 segir:  „Kópavogsbær auglýsir eftir áhuga...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Áfram Kópavogur

    Kópavogur er eftirsóknarverður bær að búa í og þannig á það að vera áfram. Eitt af því...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Veljum Kópavog fyrir okkur öll

    Kosningarnar 14. maí snúast um hvernig samfélagi við viljum búa í. Hvort við veljum samfélag jöfnuðar og...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Þess vegna bjóðum við okkur fram

    Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki...

    ritstjorn 11/05/2022
  • Lesa meira
    Ég á mér draum

    Mig dreymir um að geta gengið útí búð á Kársnesinu. Hitt fólk á leiðinni, ekki bara sjá...

    ritstjorn 11/05/2022
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Geir Ólafs lofar stemningu í Kópavogi
    Fréttir02/05/2022
  • Hversu löng eru fjögur ár?
    Aðsent20/04/2022
  • Knattspyrnufélagið Augnablik 40 ára
    Fréttir24/04/2022
  • Reykjanesbraut verði sett í stokk
    Fréttir24/04/2022
  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022
Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Ritstjóri: Auðun Georg Ólafsson Umbrot: Guðmundur Árnason Kópavogsblaðið slf, kt: 6205131800 Sími: 8993024 kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • CrossFit XY flytur starfsemi sína í Kópavog
    Fyrirtæki23/06/2022
  • Málefnasáttmáli nýs meirihluta í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Nýr meirihluti í bæjarstjórn
    Fréttir27/05/2022
  • Ármann hættir eftir 10 ár sem bæjarstjóri
    Fréttir27/05/2022

Facebook

© 2022 Kópavogsblaðið slf.