Aðalstjórn HK hefur tímabundið tekið yfir stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Þetta kemur fram á vef HK. Ástæðan er sögð vera sú að að stjórn knattspyrnudeildarinnar sé óstarfhæf. Ákvörðun um þetta var nýlega tekin á fundi aðalstjórnar. Þar sem stjórn knattspyrnudeildar er óstarfhæf, verður aðalstjórn félagsins að sinna sínum skyldum samkvæmt lögum þess og taka yfir stjórn deildarinnar tímabundið. Engin nánari skýring er gefin í frétt um þetta á vef félagsins.
