Stjörnuljósakvöld Leikfélags Kópavogs

logo

Samkvæmt venju heldur Leikfélag Kópavogs upp á afmæli sitt sem er 5. janúar, með Stjörnuljósakvöldi fyrstu helgi á nýju ári. Að þessi sinni fagna félagsmenn saman laugardaginn 4. janúar. Meðal þess sem boðið verður upp á er leikþáttur sem nokkur leynd hvílir yfir og einnig mun Leikhúsbandið stíga á svið og fremja tónlist svo eitthvað sé talið. Að lokinni formlegri dagskrá blanda félagsmenn geði og stilla saman strengi fyrir komandi ár.

Stundvísi er dyggð í Leikfélagi Kópavogs því húsið opnar akkúrat klukkan 19.31 og formleg dagskrá hefst, stundíslega, klukkan 20.29.

Leikfélag Kópavogs

Umræðan

Fleiri fréttir

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem