Samkvæmt venju heldur Leikfélag Kópavogs upp á afmæli sitt sem er 5. janúar, með Stjörnuljósakvöldi fyrstu helgi á nýju ári. Að þessi sinni fagna félagsmenn saman laugardaginn 4. janúar. Meðal þess sem boðið verður upp á er leikþáttur sem nokkur leynd hvílir yfir og einnig mun Leikhúsbandið stíga á svið og fremja tónlist svo eitthvað sé talið. Að lokinni formlegri dagskrá blanda félagsmenn geði og stilla saman strengi fyrir komandi ár.
Stundvísi er dyggð í Leikfélagi Kópavogs því húsið opnar akkúrat klukkan 19.31 og formleg dagskrá hefst, stundíslega, klukkan 20.29.