Í leikskólanum Marbakka eru börnin búin að vera í stöðvavinnu í vetur. Stöðvarnar eru settar upp með hliðsjón af aðalnámskrá leikskóla og börnin velja sér stöð eftir áhuga hverju sinni.
Á elstu deildinni Læk hafa þau á einni stöðinni verið að fræðast um listamenn innlenda og erlenda eins og Kjarval, Erró, Gaudi og Picasso.
Kennararnir og börnin fóru í bókasafnið og fengu bækur lánaðar með ýmsum verkum listamannana sem þau ígrunduðu saman. Síðan fóru þau í ferð á Kjarvalsstaði og kynntu sér verk Kjarvals. Þar gerðu þau skissur að verkum með ýmsum hugmyndum sem þau útfærðu frekar í stöðvarvinnunni í leikskólanum.
Sýning á verkum barnanna frá þessari vinnu með listamennina er til sýnis á bókasafni Kópavogs í Hamraborg.