Stofnfundur Hollvinasamtaka Tónlistarskólans

Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn voru stofnuð Hollvinasamtök Tónlistarskóla Kópavogs.  Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði Tónlistarskólans við Hamraborg.  Samþykktar voru samþykktir Hollvinasamtakanna og kosið í stjórn þeirra.  Í stjórn samtakanna sitja Bryndís Baldvinsdóttir, Linda  Margrét Sigfúsdóttir, Margrét Rósa Grímsdóttir, Laufey Dís Ragnarsdóttir og Guðríður Helgadóttir, til vara eru Þuríður E. Kolbeins og Hákon Sigurgrímsson.

Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni.  Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.
Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni. Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Markmið hollvinasamtakanna eru að styrkja og efla starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs og stuðla að framgangi tónlistarmenntunar í samfélaginu.  Samtökin eru öllum opin og eru bæjarbúar, stofnanir, fyrirtæki og önnur félagasamtök hvött til að gerast hollvinir Tónlistarskólans.  Hollvinasamtökin eru á facebook www.facebook.com/Hollvinasamtok.Tonlistarskola.Kopavogs en einnig er hægt að senda samtökunum póst á netfangið hollvinasamtoktk@gmail.com til að gerast félagi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Þverpólitísk sátt í Kópavogi.
Molinn
Smiðjuhverfi_kort
SILK Hóp Jan 2015
1477442_710660849047524_2619883636756732780_n
Ungmennibaejarstjorn_2024_1
Ingibjorg Hinriksdottir
Gotuganga2
578287_10200438551822106_1856711246_n