Stofnfundur Hollvinasamtaka Tónlistarskólans

Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn voru stofnuð Hollvinasamtök Tónlistarskóla Kópavogs.  Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði Tónlistarskólans við Hamraborg.  Samþykktar voru samþykktir Hollvinasamtakanna og kosið í stjórn þeirra.  Í stjórn samtakanna sitja Bryndís Baldvinsdóttir, Linda  Margrét Sigfúsdóttir, Margrét Rósa Grímsdóttir, Laufey Dís Ragnarsdóttir og Guðríður Helgadóttir, til vara eru Þuríður E. Kolbeins og Hákon Sigurgrímsson.

Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni.  Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.
Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni. Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Markmið hollvinasamtakanna eru að styrkja og efla starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs og stuðla að framgangi tónlistarmenntunar í samfélaginu.  Samtökin eru öllum opin og eru bæjarbúar, stofnanir, fyrirtæki og önnur félagasamtök hvött til að gerast hollvinir Tónlistarskólans.  Hollvinasamtökin eru á facebook www.facebook.com/Hollvinasamtok.Tonlistarskola.Kopavogs en einnig er hægt að senda samtökunum póst á netfangið hollvinasamtoktk@gmail.com til að gerast félagi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar