Stofnfundur Hollvinasamtaka Tónlistarskólans

Laugardaginn 30. nóvember síðastliðinn voru stofnuð Hollvinasamtök Tónlistarskóla Kópavogs.  Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði Tónlistarskólans við Hamraborg.  Samþykktar voru samþykktir Hollvinasamtakanna og kosið í stjórn þeirra.  Í stjórn samtakanna sitja Bryndís Baldvinsdóttir, Linda  Margrét Sigfúsdóttir, Margrét Rósa Grímsdóttir, Laufey Dís Ragnarsdóttir og Guðríður Helgadóttir, til vara eru Þuríður E. Kolbeins og Hákon Sigurgrímsson.

Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni.  Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.
Nýkjörin stjórn og varastjórn hollvinasamtaka Tónlistarskóla Kópavogs ásamt skólastjóra Tónlistarskólans, Árna Harðarsyni. Frá vinstri: Guðríður Helgadóttir, Bryndís Baldvinsdóttir, Hákon Sigurgrímsson, Árni Harðarson, Þuríður E. Kolbeins, Jóhanna Þormar (skoðunarmaður reikninga), Margrét Rósa Grímsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir (skoðunarmaður reikninga) og Kristín Stefánsdóttir, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Kópavogs.

Markmið hollvinasamtakanna eru að styrkja og efla starfsemi Tónlistarskóla Kópavogs og stuðla að framgangi tónlistarmenntunar í samfélaginu.  Samtökin eru öllum opin og eru bæjarbúar, stofnanir, fyrirtæki og önnur félagasamtök hvött til að gerast hollvinir Tónlistarskólans.  Hollvinasamtökin eru á facebook www.facebook.com/Hollvinasamtok.Tonlistarskola.Kopavogs en einnig er hægt að senda samtökunum póst á netfangið hollvinasamtoktk@gmail.com til að gerast félagi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,