Stofutónleikar í Kópavogi með Bjössa Thor

Bjössi Thor.
Bjorn promo pic
Björn Thoroddsen, gítarleikari, býður íbúum bæjarins upp á stutta og stórskemmtilega tónleika heima í stofu.

Í tilefni Jazz- og blúshátíðar Kópavogs mun Björn Thoroddsen gítarleikari bjóða íbúum bæjarins upp á stutta og stórskemmtilega tónleika heima í stofu föstudagskvöldið 3. október og laugardagskvöldið 4. október.

Um er að ræða ferna ókeypis tónleika hvort kvöld. Áætlaður spilatími á hverjum stað er um 20 mínútur. Fyrstu tónleikarnir hefjast klukkan átta og verða síðan á heila og hálfa tímanum. Síðustu tónleikunum lýkur klukkan 22.30. Stofutónleikar bjóða upp á mikla nánd milli tónlistarmanns og gesta og eru þannig afar skemmtileg upplifun. Fjöldi gesta á hverjum tónleikum ræðst af húsakosti.

Þeir sem vilja bjóða gestum heim og upplifa magnaðan gítarleik Bjössa heima í stofu þurfa einungis að senda inn tónleikaósk á netfangið btmusicehf@gmail.com fyrir 26. september.

Í umsókninni þarf að tilgreina nafn, heimilisfang, símanúmer og hvort óskað er eftir tónleikum 3. eða 4. október.

Ef fleiri umsóknir um stofutónleika berast en fjöldi tónleika verður valið úr umsóknum meðal annars með það í huga að dreifa þeim um bæinn.

Árleg hátíð

Stofutónleikarnir eru hluti af árlegri Jazz- og blúshátíð Kópavogs. Eins og fyrri ár munu listamenn í hæsta gæðaflokki stíga á stokk. Hátíðin kynnir stolt í fyrsta skipti á Íslandi, Icelandic All Star Jazzband, sem skipað er íslenskum jazzleikurum sem hlotið hafa víðarkenningu víða. Sveitina skipa: Sigurður Flosason (saxófónn) Tómas R. Einarsson, (kontrabassi) Einar Valur Scheving (trommur), Kjartan Valdemarsson (píanó) Björn Thoroddsen (gítar).

Þá verða tónleikar með Guitar Islandico sem hefur gert garðinn frægan með skemmtilegum útsendingum á íslenskum þjóðlögum. Tríóið skipa Gunnar Þórðarson (gítar), Björn Thoroddsen (gítar) og Jón Rafnsson (Kontrabassi).

Jazz- og blúshátíð Kópavogs er sem fyrr styrkt af lista- og menningarráði en listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Björn Thoroddsen.

 

Dagskrá Jazz- og blúshátíðar 2014

Föstudagurinn  3. okt  kl 20:30 -22:30   Stofutónleikar

Laugardagurinn 4. okt heimahús kl 20:30 -22:30   Stofutónleikar

Mánudagurinn 6. okt  kl 16:30 Gullsmárinn

Þriðjudagur 7. okt  kl 10:00 Snælandsskóli

Fimmtudagurinn  9. okt  kl 20:00  Molinn

Föstudagurinn  10. okt  kl 20:00  Salurinn   Guitar Islancio

Laugardagurinn 11. okt kl 20:00 Salurinn  Icelandic allstar Jazzband

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kristinn Rúnar Kristinsson
IMG_7565
sundlaugardot
Leikfélag Kópavogs.
Sema Erla Serdar
Ungt fólk í Kópavogi
Menningarhús Kópavogs
Hjördís Rósa og Anna Soffía
verkefni