• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Aðsent

Stoppistöðvar Strætó gufa upp

Stoppistöðvar Strætó gufa upp
ritstjorn
07/01/2018

Jóhannes Birgir Jensson, íbúi í Smárahverfi.

Það eru naprar kveðjur sem við í Smárahverfi fáum á þessum sunnudegi. Úti er bylur og rétt í þessu voru 7 stoppistöðvar Strætó í hverfinu að gufa upp – allur gangur á stöðvar verður því þeim mun lengri í þeim verri færð.

Þessi breyting er auglýst á vef Kópavogs sem „Stóraukin þjónusta Strætó í Kópavogi“ í svo titlaðri fréttatilkynningu. Þar er farið yfir bættar samgöngur í öðrum hlutum Kópavogs og alveg sleppt því að minnast á að 6 stoppistöðvar í Dalsmára og Smárar syðri að auki séu lagðar af. Þær eru ekki til og hafa aldrei verið til líklega – hér greinir maður enduróm af ritverkum frá miðri 20. öld.

Ekki er þetta til að spara tíma á breyttri leið Strætó, það eru áfram 4 mínútur á milli Smáratorgs vestra og Smáralindar syðri stöðvanna. Það sem breytist er að í stað þess að keyra Dalsmárann fer nú 28 upp á Fífuhvammsveg, ekur á endann og tekur þar u-beygju í hringtorgi og keyrir svo aftur Fífuhvammsveg en nú í hina áttina.

Stöðvarnar sem detta út eru ekki þær fámennustu heldur. Við Dalsmárann og Gullsmárann (sem stendur við Smárar syðri) er að finna langþéttbýlustu svæðin í Smárunum og með þeim allra þéttbýlustu í Kópavogi öllum.

Í Dalsmáranum eru það Smáraskóli, Leikskólinn Lækur, Kópavogsvöllur, Smárinn og Fífan og allt svæðið sem Breiðablik er með, Sporthúsið og Tennishöllin. Þetta dettur allt út og færist enn lengra burtu. Á góðum sumardegi munar litlu en í tímans önn og í kafbyl, hálku, roki og láréttri rigningu – þar munar um hvert skref og hverja götu sem þarf að þvera.

Það eru auðvitað stærstu strætónotendurnir sem finna mest fyrir þessu, börnin og roskna fólkið. En það eru líka fjölmargir sem nota Strætó til að sækja vinnu og þetta hefur áhrif á marga þeirra.

Það er gífurlega mikið talað um þéttingu byggðar og þess vegna verði að byggja mun stærri hús í hverfinu en tíðkast.

Það skýtur því skökku við, og rúmlega það, að forsendur þess að þétting takist vel – góðar almenningssamgöngur – séu teknar út.

Þessi breyting kemur stórlega niður á þjónustu við bæði íbúa Smárahverfis sem og þá sem sækja þá gífurlega miklu þjónustu sem þar er að finna. Þessi breyting skilar engum hagnaði í tíma og hefur enn ekki verið kynnt íbúum, foreldrum í hverfinu eða öðrum. Engin erindi hafa borist, ekki er minnst einu orði á þetta á vef Kópavogs og eina leiðin til að finna þetta var að lesa stundatöflu leiðar 28 á nýju ári, kortið sem fylgir með henni sýnir enn Dalsmáraleiðina.

Einn fundur í Smáraskóla í nóvember var eina kynningin sem var haldin, forneskjuleg og fáheyrð eru þau vinnubrögð sem eru sýnd í þessu máli en gjörsamlega fullnægjandi virðist mat bæjarfulltrúa.

Þetta er ekki bara skammarleg breyting heldur gjörsamlega tilgangslaus ef horft er á samgöngur og tíma. Óskiljanlegt og ég mun óska eftir öllum gögnum um þetta mál frá bænum og Strætó, allt ferlið virðist í molum.

Efnisorðaðsentsmárahverfistrætó
Aðsent
07/01/2018
ritstjorn

Efnisorðaðsentsmárahverfistrætó

Meira

  • Lesa meira
    Bjart fram undan, hefjum störf

    Í liðinni viku hleypti ríkisstjórnin í samvinnu við sveitarfélögin af stað verkefninu Hefjum störf. Verkefnið er viðbót...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Sundlaug óskast… í Reykjavík

    Undarlegt erindi dúkkaði nýverið upp í bæjarráði Kópavogsbæjar sem varðaði beiðni um að bæjarstjóri Kópavogs og borgarstjóri...

    ritstjorn 05/04/2021
  • Lesa meira
    Við þurfum nýjan formann VR

    Mig langar að byrja á því að þakka ykkur fyrir frábærar viðtökur síðustu vikurnar. Nú eru kosningarnar...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Jákvæð byggðaþróun á Kársnesinu

    Það dylst engum sem leið eiga um Kársnesið að byggðin nyrst og vestast er að taka miklum...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Bæjarfulltrúar uppi á borðum

    Stundum láta stórmál ekki mikið yfir sér. Þau virðast kannski ekkert sérstaklega merkileg við fyrstu sýn en...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi

    Það sér loksins fyrir endan á kófinu sem við höfum búið við undanfarið ár. Þó enn sé...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Samstaða, lærdómur og þakklæti

    Síðustu vikur hef ég orðið vör við kærkomna tilfinningu allt í kringum mig. Einhvers konar samblöndu af...

    ritstjorn 18/12/2020
  • Lesa meira
    Tækifærin eru í Kópavogi

    Í Kópavogi höfum við undanfarin ár lagt áherslu á þéttingu byggðar, enda landsvæði bæjarins að mestu byggð....

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar sætta sig ekki við það næstbesta

    Í mörg ár hefur Kópavogsbær lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við Arnarnesveg verði lokið. Enda er...

    ritstjorn 03/12/2020
  • Lesa meira
    Geðrækt og betri nýting

    Okkur er annt um vellíðan íbúa okkar og leggjum við mikla áherslu á að efla geðheilbrigði. Það...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Atvinnu- og nýsköpun í Kópavogi

    Faraldurinn sem herjað hefur á heimsbyggðina mestan hluta ársins hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og afkomu...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Erfitt ár framundan í rekstri bæjarins

    Fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn Kópavogs en allir bæjarfulltrúar hafa unnið sameiginlega að...

    ritstjorn 26/11/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Mannlíf16/12/2020
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.