Nói Pétur Á. Guðnason úr Lindaskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Mír Salah Karim, einnig úr Lindaskóla og í þriðja sæti var Salka Heiður Högnadóttir úr Smáraskóla. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 15. mars sl.
Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. sinn í Kópavogi í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Keppnin snýst fyrst og fremst um að allir nemendur hafa lagt markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins, þ.e. vandaðan upplestur og framburð og tekið þátt í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.
Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá öllum 9 grunnskólum bæjarins og lásu hluta úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Því næst völdu nemendur eitt af tíu ljóðum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali.