Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi

Nói Pétur Á. Guðnason úr Lindaskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Mír Salah Karim, einnig úr Lindaskóla og í þriðja sæti var Salka Heiður Högnadóttir úr Smáraskóla. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 15. mars sl.

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. sinn í Kópavogi í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Keppnin snýst fyrst og fremst um að allir nemendur hafa lagt markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins, þ.e. vandaðan upplestur og framburð og tekið þátt í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá öllum 9 grunnskólum bæjarins og lásu hluta úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Því næst völdu nemendur eitt af tíu ljóðum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Kopavogsbaerinn
Svava, Elísabet og Guðrún
Halldóra Aradóttir, píanókennari
olifani
Íþróttafélög í Kópavogi
hakontryggvi
Nýr meirihluti í Kópavogi 2014
Margrét Friðriksdóttir, forseti  Bæjarstjórnar Kópavogs og formaður Skólanefndar Kópavogs
Gylfi