Stóra upplestrarkeppnin í Kópavogi

Nói Pétur Á. Guðnason úr Lindaskóla sigraði Stóru upplestrarkeppnina í Kópavogi, í öðru sæti var Mír Salah Karim, einnig úr Lindaskóla og í þriðja sæti var Salka Heiður Högnadóttir úr Smáraskóla. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Kópavogi fór fram í Salnum fimmtudaginn 15. mars sl.

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 21. sinn í Kópavogi í ár. Keppnin er ávallt sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og markmið hennar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.

Keppnin snýst fyrst og fremst um að allir nemendur hafa lagt markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins, þ.e. vandaðan upplestur og framburð og tekið þátt í að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Í Salnum komu saman tveir fulltrúar frá öllum 9 grunnskólum bæjarins og lásu hluta úr sögunni Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn. Því næst völdu nemendur eitt af tíu ljóðum eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og að lokum fluttu þau ljóð að eigin vali.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar