Stórátak við endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins

Mynd: skidasvaedi.is

Borgarstjórinn í Reykjavík og bæjarstjórar Mosfellsbæjar, Seltjarnarness, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar munu á mánudag undirrita samkomulag sveitarfélaganna um stórátak við endurnýjun og uppbyggingu mannvirkja skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í Bláfjöllum og Skálafelli. Undirritunin fer fram í þjónustumiðstöðinni í Bláfjöllum.

Í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu segir að samkomulagið feli í sér að á næstu árum verður ráðist í endurnýjun og uppsetningu þriggja stólalyfta í Bláfjöllum og endurnýjun stólalyftu í Skálafelli. Ennfremur verði settur upp búnaður til snjóframleiðslu í Bláfjöllum. Samhliða þessum verkefnum verði unnið að áframhaldandi uppbyggingu á skíðgöngusvæði og bættum aðstæðum fyrir skíðagöngufólk.

Áætlaður kostnaður vegna þessara framkvæmda á árunum 2019 – 2024 er um 3,6 milljarðar króna.

Þessi verkefni eru fyrri áfangi af tveimur við heildaruppbyggingu skíðasvæðanna sem byggja á tillögu að framtíðarsýn um uppbyggingu og rekstur þeirra til ársins 2030.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér