Stórleikur hjá Breiðablik framundan.

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

Breiðablik mætir Sturm Graz  klukkan 16:00 í dag, fimmtudag, í seinni leik liðanna í annari umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna, sem fram fór nýlega á Kópavogsvellinum, lyktaði með markalausu jafntefli. Sturm Graz er eitt af þekktari liðum Austurríkis og hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Liðið er uppáhaldslið Arnolds Scwarzeneggers og á tímabili hét leikvangurinn í Graz eftir honum. Stuðningur við liðið er mikið og búast má við að það verði þétt settur bekkurinn í Austurríki þegar flautað verður til leiks. Fyrir þá Blika sem vilja fylgjast með beinni lýsingu á leiknum þá mun útvarp Breiðablik vera með beina lýsingu á blikar.is ásamt því að setja hann inn á Facebook síðuna Breiðabliks stuðningsmenn – grænir í gegn. Þá verður með einföldum hætti hægt að hlusta á útvarpslýsingu í gegnum netið sem verður í höndum útvarpsmannsins og Blikanns Kristjáns Inga og aldrei að vita nema Heisi á röltinu verði honum innan handar í stúdíóinu beint frá Graz.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á