Stórleikur hjá Breiðablik framundan.

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

Breiðablik mætir Sturm Graz  klukkan 16:00 í dag, fimmtudag, í seinni leik liðanna í annari umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna, sem fram fór nýlega á Kópavogsvellinum, lyktaði með markalausu jafntefli. Sturm Graz er eitt af þekktari liðum Austurríkis og hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Liðið er uppáhaldslið Arnolds Scwarzeneggers og á tímabili hét leikvangurinn í Graz eftir honum. Stuðningur við liðið er mikið og búast má við að það verði þétt settur bekkurinn í Austurríki þegar flautað verður til leiks. Fyrir þá Blika sem vilja fylgjast með beinni lýsingu á leiknum þá mun útvarp Breiðablik vera með beina lýsingu á blikar.is ásamt því að setja hann inn á Facebook síðuna Breiðabliks stuðningsmenn – grænir í gegn. Þá verður með einföldum hætti hægt að hlusta á útvarpslýsingu í gegnum netið sem verður í höndum útvarpsmannsins og Blikanns Kristjáns Inga og aldrei að vita nema Heisi á röltinu verði honum innan handar í stúdíóinu beint frá Graz.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn