Stórleikur hjá Breiðablik framundan.

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

Breiðablik mætir Sturm Graz  klukkan 16:00 í dag, fimmtudag, í seinni leik liðanna í annari umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna, sem fram fór nýlega á Kópavogsvellinum, lyktaði með markalausu jafntefli. Sturm Graz er eitt af þekktari liðum Austurríkis og hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Liðið er uppáhaldslið Arnolds Scwarzeneggers og á tímabili hét leikvangurinn í Graz eftir honum. Stuðningur við liðið er mikið og búast má við að það verði þétt settur bekkurinn í Austurríki þegar flautað verður til leiks. Fyrir þá Blika sem vilja fylgjast með beinni lýsingu á leiknum þá mun útvarp Breiðablik vera með beina lýsingu á blikar.is ásamt því að setja hann inn á Facebook síðuna Breiðabliks stuðningsmenn – grænir í gegn. Þá verður með einföldum hætti hægt að hlusta á útvarpslýsingu í gegnum netið sem verður í höndum útvarpsmannsins og Blikanns Kristjáns Inga og aldrei að vita nema Heisi á röltinu verði honum innan handar í stúdíóinu beint frá Graz.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð