Stórleikur hjá Breiðablik framundan.

Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com
Breiðablik fagnar titli. Mynd: uefa.com

Breiðablik mætir Sturm Graz  klukkan 16:00 í dag, fimmtudag, í seinni leik liðanna í annari umferð Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Fyrri leik liðanna, sem fram fór nýlega á Kópavogsvellinum, lyktaði með markalausu jafntefli. Sturm Graz er eitt af þekktari liðum Austurríkis og hefur þrisvar sinnum orðið austurrískur meistari. Liðið er uppáhaldslið Arnolds Scwarzeneggers og á tímabili hét leikvangurinn í Graz eftir honum. Stuðningur við liðið er mikið og búast má við að það verði þétt settur bekkurinn í Austurríki þegar flautað verður til leiks. Fyrir þá Blika sem vilja fylgjast með beinni lýsingu á leiknum þá mun útvarp Breiðablik vera með beina lýsingu á blikar.is ásamt því að setja hann inn á Facebook síðuna Breiðabliks stuðningsmenn – grænir í gegn. Þá verður með einföldum hætti hægt að hlusta á útvarpslýsingu í gegnum netið sem verður í höndum útvarpsmannsins og Blikanns Kristjáns Inga og aldrei að vita nema Heisi á röltinu verði honum innan handar í stúdíóinu beint frá Graz.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bliki5
Sigurbjorg-1
Screenshot-2024-03-21-at-16.32.09
molinn
sidasti_2_1-1
Heimilisaudkenni
Spjaldtölvuafhending_Hörðuvallaskóli3
Kópavogur
UMSK07