Stórleikur í Fagralundi annað kvöld.

HK leikur í Fagralundi annað kvöld.
HK leikur í Fagralundi annað kvöld.

HK tekur á móti Hamri úr Hveragerði annað kvöld, miðvikudagskvöld, í 2. deild karla klukkan 19.15 og þessi leikur verður spilaður í Fagralundi en ekki á Kópavogsvelli.

Þetta verður annar heimaleikur HK í röð sem er spilaður í Fagralundi en þar lék liðið gegn KV í toppslag í deildinni fyrir tæpum tveimur vikum og þá varð jafntefli, 1:1.

HK lék einn leik í 1. deildinni í Fagralundi sumarið 2011 en hafði fram að því ekki spilað heimaleik þar frá árinu 2002.

Heil umferð er leikin í deildinni annað kvöld. Afturelding og KV, sem eru efst og jöfn með 25 stig, mætast í Mosfellsbæ en HK er með 24 stig í þriðja sætinu og síðan kemur Sindri með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar.

www.hk.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar