Stórskemmtileg heimasíða Vesturbæinga í Kópavogi.

Þessi mynd er líklega tekin árið 1960 fyrir utan Hófgerði 28. Horft í  vesturátt. Frá vinstri: Þorgeir Baldursson, Jóhannes Ragnarsson bróðir Jóns Inga málarameistara, Vignir Baldursson og Veigar Bóasson.  Mynd: Þorgeir Baldursson/Vesturbæingar í Kópavogi.
Þessi frábæra mynd er líklega tekin árið 1960 fyrir utan Hófgerði 28. Horft í vesturátt. Frá vinstri: Þorgeir Baldursson, Jóhannes Ragnarsson bróðir Jóns Inga málarameistara, Vignir Baldursson og Veigar Bóasson. Mynd: Þorgeir Baldursson/Vesturbæingar í Kópavogi.

Þórður Árnason heldur úti stórskemmtilegri síðu Vesturbæinga í Kópavogi á Facebook og einnig á hinum svonefnda „Flikker.“  Við tókum Þórð tali og spurðum hann fyrst hver væri ástæðan fyrir því að hann fór af stað með þessa síðu.

Þórður Árnason heldur úti skemmtilegri síðu um vesturbæinga á Faceook.
Þórður Árnason heldur úti skemmtilegri síðu um vesturbæinga á Faceook.

„Þetta var sett upp í framhaldi af Vesturbæingum í Kópavogi á „Flikkernum“ þar sem nú eru hátt í 900 myndir.  Til að komast inn á „Flikkerinn“ þarf að vera búið að taka mynd af viðkomandi og þá fær sá „linkinn“ þar inn á lokaða vefsíðu. Miðað er við þá sem bjuggu í vesturbæ Kópavogs fyrir árið 1980,“ segir Þórður.

Hvernig hafa viðtökurnar verið?
Þetta er bara búið að vera skemmtilegt og margt komið fram sem ekki kæmi öðruvísi fram í dagsljósið,“ segir Þórður.

Á síðunni eru fjölmargar myndir úr Vesturbænum, hverjar standa upp úr?
Þær myndir sem eru skemmtilegastar eru þær gömlu sem sýna það sem áður var. Það eru örugglega til miklu fleiri myndir af svæðinu. Myndir þurfa ekki að vera gamlar til að vera athyglisverðar.“

Hvað gerir Vesturbæinn sérstakan í Kópavogi?

Vesturbærinn er að sjálfsögðu mjög afmarkaður og einangraðist mikið með tilkomu gjárinnar. Ég var sjálfur í fyrsta árgangnum sem fór ekki í skóla í Austurbænum og takmarkaðist því mín veröld mikið af Vesturbænum,“ segir Þórður.

Hvað með aðra bæjarhluta eins og austurbæinn, þarf ekki Facebook síðu fyrir þá líka?
Það er í gangi tilraun með Austurbæingana á Facebook og mættu menn þar vera miklu duglegri. Það er margt sérstakt og forvitnilegt í Austurbænum. Gunnar Svavarsson er mjög duglegur í þessu og Ari Karlsson.“

Hvað viltu segja að lokum við vesturbæinga?
Ég vil ennþá ná myndum af gömlum Vesturbæingum og setja á „Flikkerinn.“ Það tekur svona eina kvöldstund að skoða það sem komið er. Heimsóknir fyrsta árið voru 22.000 – sem er ekki lítið. Hægt er að senda fyrirspurn á doddia@simnet.is,“ segir Þórður Árnason sem heldur úti síðu Vesturbæinga í Kópavogi.

Skólagerðið.  Mynd: Eva Ólafsdóttir / Vesturbæingar Kópavogi.
Skólagerðið.
Mynd: Eva Ólafsdóttir / Vesturbæingar Kópavogi.
625534_10151783304908173_1202895493_n
Mynd: Eva Ólafsdóttir / Vesturbæingar Kópavogi.
1234838_10200864825035399_1594038046_n
Borgarholtsbraut 5. Mynd: Margrét Óskarsdóttir / Vesturbæingar Kópavogi.

Síða vesturbæinga.

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

DJI_0335
Screen Shot 2016-05-30 at 13.54.36
lk_newlogolarge
Mynd: Stefanía Björk Jónsdóttir.
Áslaug Edda Guðnadóttir
barnamenning_4
VEF1_-Ljosmynd-Anton-Brink-copy
Jóhannes Birgir Jensson
dirb.1-copy