Stórskemmtileg leiksýning

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama höfund sem kom út árið 1963. Leikritið var fyrsta leikritið eftir íslenska konu sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu. Leikritið hefur ekki verið sett upp síðan þó að það hafi hlotið mikla aðsókn á sínum tíma.

Mynd: Leikfélag Kópavogs.

Tónlist í verkinu er eftir Ingibjörgu Þorbergs og er þekkasta verkið í laginu Sé tunglið allt út tómum osti.
Átta leikara taka þátt í sýningunni en fjölmargir leggja hönd á plóg baksviðs.

Leikstjóri er Örn Alexandersson og aðstoðarleikstjóri er Sigrún Tryggvadóttir. Sýningin hentar sérlega vel fyrir aldurinn 4-8 ára. Miðasala er á Tix.is: https://tix.is/is/event/16893/fer-in-til-limbo/

Nánari upplýsingar eru á vef leikfélagsins: https://kopleik.is/ferdin-til-limbo/

Umræðan

Fleiri fréttir

Ryki slegið í augu bæjarbúa

Aðsent Bæjarstjórinn í Kópavogi sendi frá sér fréttatilkynningu um óstaðfest sex mánaða uppgjör sveitarfélagsins. Hughrifin af fréttatilkynningunni eru að hún ein hafi skilað hundruðum milljóna króna í plús vegna hagræðingar