Strandblakarar í HK gera góða hluti í Danmörku.

Berglind og Elísabet æfa og keppa í Danmörku.
Berglind og Elísabet æfa og keppa í Danmörku.

Núna er rétti tíminn til að máta tásurnar við sandinn og hoppa á eftir bolta sitt hvorum megin við net. Það gera strandblakarar í HK sem nýverið gerðu góða ferð til Danmerkur. Þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir eru staddar í Danmörku þar sem þær æfa og spila í dönsku deildinni. Þær hafa nú þegar unnið tvö 1.deildarmót og unnið sér inn rétt til að spila í Elite deildinni.
Leikið var í Aarhus á tveggja daga móti. Tveir riðlar voru með 4 liðum. Allir spiluðu við alla og svo í kross á seinni keppnisdegi. Veðrið var mjög gott, heiðskírt, blanka logn og um 25 stiga hiti. Það kom fljótlega í ljós að þær Berglind og Elísabet eiga heima í ELITE deildinni því leikirnir í riðlinum fóru allir 2-0 eða 21-7, 21-5 // 21-7, 21-11 // 21-13, 21-13. Á sunnudeginum spiluðu þær í undanúrslitum og unnu 2-0 eða 21-17 og 21-17 og voru þar með komnar í úrslit. Úrslitaleikurinn var meira spennandi. Fyrsta hrinan fór 21-17 og seinni hrinan var æsispennandi og reyndi á taugarnar hjá þjálfara stelpnanna, Einari Sigurðssyni. Þær voru undir alla hrinuna en náðu að jafna 19-19 og vinna 22-20. Með sigrinum eru þær búnar að tryggja sig í ELITE deildina á næsta móti en það fer fram í Kolding. Framtíðin er því björt hjá þeim Berglindi og Elísabetu í strandblakinu.

Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir ásamt Einari Sigurðssyni, þjálfara.
Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir ásamt Einari Sigurðssyni, þjálfara.

-Fengið af vef hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,