Strandblakarar í HK gera góða hluti í Danmörku.

Berglind og Elísabet æfa og keppa í Danmörku.
Berglind og Elísabet æfa og keppa í Danmörku.

Núna er rétti tíminn til að máta tásurnar við sandinn og hoppa á eftir bolta sitt hvorum megin við net. Það gera strandblakarar í HK sem nýverið gerðu góða ferð til Danmerkur. Þær Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir eru staddar í Danmörku þar sem þær æfa og spila í dönsku deildinni. Þær hafa nú þegar unnið tvö 1.deildarmót og unnið sér inn rétt til að spila í Elite deildinni.
Leikið var í Aarhus á tveggja daga móti. Tveir riðlar voru með 4 liðum. Allir spiluðu við alla og svo í kross á seinni keppnisdegi. Veðrið var mjög gott, heiðskírt, blanka logn og um 25 stiga hiti. Það kom fljótlega í ljós að þær Berglind og Elísabet eiga heima í ELITE deildinni því leikirnir í riðlinum fóru allir 2-0 eða 21-7, 21-5 // 21-7, 21-11 // 21-13, 21-13. Á sunnudeginum spiluðu þær í undanúrslitum og unnu 2-0 eða 21-17 og 21-17 og voru þar með komnar í úrslit. Úrslitaleikurinn var meira spennandi. Fyrsta hrinan fór 21-17 og seinni hrinan var æsispennandi og reyndi á taugarnar hjá þjálfara stelpnanna, Einari Sigurðssyni. Þær voru undir alla hrinuna en náðu að jafna 19-19 og vinna 22-20. Með sigrinum eru þær búnar að tryggja sig í ELITE deildina á næsta móti en það fer fram í Kolding. Framtíðin er því björt hjá þeim Berglindi og Elísabetu í strandblakinu.

Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir ásamt Einari Sigurðssyni, þjálfara.
Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir ásamt Einari Sigurðssyni, þjálfara.

-Fengið af vef hk.is

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar