Stuð á fyrstu Kársneshátíð

Kársneshátíð var haldin í fyrsta skipti dagana 4. – 5. júní sl. hjá Brauðkaup að Borgarholtsbraut 19. Veðrið var rysjótt en gleðin skein úr andlitum fólks. Meðal dagskráratriða voru flóamarkaður, andlitsmálning og leikir á Rútstúni. Einnig var haldið afar skemmtilegt Pub Quis undir stjórn Jóu Páls. Jassband ungra Kársnesinga spilaði á föstudagskvöldinu og Elli Prestur skemmti mannskapnum á laugardagskvöldinu. Aðalnúmerið og stjarna hátíðarinnar var þó óumdeilanlega Hljómsveitin SOS – Súrt og Sætt sem spilaði hvern smellinn á fætur öðrum bæði kvöldin. Hátíðin fór vel fram og var það mál manna að hún væri komin til að vera.

Ru?nar H. Bridde, Atli Pa?ll Hafsteinsson, Guðny? Sigurjo?nsdo?ttir,
Jo?n Arnar Baldurs og I?var Pa?lsson i? go?ðu stuði.
Elín Pálmadóttir, Hrefna Sif Jónsdóttir, Karen Kristine Pye og Arnar Þór Sigurbjörnsson
Atli Þór Jóhannsson, Kristófer Nökkvi Sigurðarson og Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir
Helgi Páll Einarsson og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, Brauðkaupsdrengir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,