Kársneshátíð var haldin í fyrsta skipti dagana 4. – 5. júní sl. hjá Brauðkaup að Borgarholtsbraut 19. Veðrið var rysjótt en gleðin skein úr andlitum fólks. Meðal dagskráratriða voru flóamarkaður, andlitsmálning og leikir á Rútstúni. Einnig var haldið afar skemmtilegt Pub Quis undir stjórn Jóu Páls. Jassband ungra Kársnesinga spilaði á föstudagskvöldinu og Elli Prestur skemmti mannskapnum á laugardagskvöldinu. Aðalnúmerið og stjarna hátíðarinnar var þó óumdeilanlega Hljómsveitin SOS – Súrt og Sætt sem spilaði hvern smellinn á fætur öðrum bæði kvöldin. Hátíðin fór vel fram og var það mál manna að hún væri komin til að vera.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.