Stuð á fyrstu Kársneshátíð

Kársneshátíð var haldin í fyrsta skipti dagana 4. – 5. júní sl. hjá Brauðkaup að Borgarholtsbraut 19. Veðrið var rysjótt en gleðin skein úr andlitum fólks. Meðal dagskráratriða voru flóamarkaður, andlitsmálning og leikir á Rútstúni. Einnig var haldið afar skemmtilegt Pub Quis undir stjórn Jóu Páls. Jassband ungra Kársnesinga spilaði á föstudagskvöldinu og Elli Prestur skemmti mannskapnum á laugardagskvöldinu. Aðalnúmerið og stjarna hátíðarinnar var þó óumdeilanlega Hljómsveitin SOS – Súrt og Sætt sem spilaði hvern smellinn á fætur öðrum bæði kvöldin. Hátíðin fór vel fram og var það mál manna að hún væri komin til að vera.

Ru?nar H. Bridde, Atli Pa?ll Hafsteinsson, Guðny? Sigurjo?nsdo?ttir,
Jo?n Arnar Baldurs og I?var Pa?lsson i? go?ðu stuði.
Elín Pálmadóttir, Hrefna Sif Jónsdóttir, Karen Kristine Pye og Arnar Þór Sigurbjörnsson
Atli Þór Jóhannsson, Kristófer Nökkvi Sigurðarson og Guðrún Ljósbrá Björnsdóttir
Helgi Páll Einarsson og Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, Brauðkaupsdrengir.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar