Kársneshátíð var haldin í fyrsta skipti dagana 4. – 5. júní sl. hjá Brauðkaup að Borgarholtsbraut 19. Veðrið var rysjótt en gleðin skein úr andlitum fólks. Meðal dagskráratriða voru flóamarkaður, andlitsmálning og leikir á Rútstúni. Einnig var haldið afar skemmtilegt Pub Quis undir stjórn Jóu Páls. Jassband ungra Kársnesinga spilaði á föstudagskvöldinu og Elli Prestur skemmti mannskapnum á laugardagskvöldinu. Aðalnúmerið og stjarna hátíðarinnar var þó óumdeilanlega Hljómsveitin SOS – Súrt og Sætt sem spilaði hvern smellinn á fætur öðrum bæði kvöldin. Hátíðin fór vel fram og var það mál manna að hún væri komin til að vera.

Jo?n Arnar Baldurs og I?var Pa?lsson i? go?ðu stuði.



Facebook
Instagram
YouTube
RSS