Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega þáttöku.

Á hverju ári eru á dagskrá myndlistarsýningar, viðburðir, gjörningalistaverk, tónleikar, upplestur, sýningar, dansverk, götulist og vinnustofur sem eru öllum opnar. Allar sýningar fara fram í Hamraborgarhverfinu þar sem verslanir, skrifstofur, almenningsstaðir, barir og veitingastaðir breytast í sýningarrými í viku. 

Hamraborg Festival er árleg hátíð sem haldin hefur verið frá árinu 2021 en hátíðin spratt út frá sýningarrýminu Midpunkt sem rekið hefur verið af listamönnum í Hamraborg síðan 2018. Hátíðin er styrkt af Lista- og menningarráði Kópavogs.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar