Lista- og menningarráð gerir langtímasamning.

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi. Lista- og menningarsjóður styrkir þar með menningarviðburði sem þau hafa haft frumkvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og Pamela til að halda Ormadaga, menningarhátíð barna, í samstarfi við menningar- og safnahús á Borgarholtinu.

Fremst eru: Pamela De Sensi, Karen E. Halldórsdóttir og Björn Thoroddsen. Fyrir aftan eru: Helga Reinhardsdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson úr lista- og menningarráði Kópavogs.
Fremst eru: Pamela De Sensi, Karen E. Halldórsdóttir og Björn Thoroddsen. Fyrir aftan eru: Helga Reinhardsdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson úr lista- og menningarráði Kópavogs.

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, segir að með þessu sé verið að gera listamönnunum kleift að undirbúa þessa viðburði betur fram í tímann. Jazz- og blúshátíð Kópavogs og Ormadagarnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Jazz- og blúshátíðin er haldin að hausti með jafnt innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Næsta hátíð hefst fimmtudaginn 3.október. Ormadagarnir hafa verið haldnir á vorin. Tilgangur þeirra er að efla lista- og menningarfræðslu leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Þúsundir barna hafa tekið þátt í þeim undanfarin misseri.

Tugir listamanna fá styrk úr lista- og menningarsjóði á ári hverju en með því er verið að auðga lista- og menningarlífið í Kópavogi. Tekjur lista- og menningarsjóðs eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.

Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og eru fulltrúar ráðsins með listamönnunum á meðfylgjandi mynd.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Bliki5
hundalestur
2013-07-24-1141
Notan2014_SK
Theodora
puredeli_2
Hilla af skyrdollum
Hjalmar_Hjalmarsson
Hafsport3