Lista- og menningarráð gerir langtímasamning.

Lista- og menningarráð Kópavogs hefur gert þriggja ára samninga við listamennina Björn Thoroddsen gítarleikara og Pamelu De Sensi. Lista- og menningarsjóður styrkir þar með menningarviðburði sem þau hafa haft frumkvæði að, um samtals 3 milljónir króna á ári. Björn fær styrk til að halda jazz- og blúshátíð í Salnum í Kópavogi og Pamela til að halda Ormadaga, menningarhátíð barna, í samstarfi við menningar- og safnahús á Borgarholtinu.

Fremst eru: Pamela De Sensi, Karen E. Halldórsdóttir og Björn Thoroddsen. Fyrir aftan eru: Helga Reinhardsdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson úr lista- og menningarráði Kópavogs.
Fremst eru: Pamela De Sensi, Karen E. Halldórsdóttir og Björn Thoroddsen. Fyrir aftan eru: Helga Reinhardsdóttir, Una Björg Einarsdóttir og Sveinn Sigurðsson úr lista- og menningarráði Kópavogs.

Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, segir að með þessu sé verið að gera listamönnunum kleift að undirbúa þessa viðburði betur fram í tímann. Jazz- og blúshátíð Kópavogs og Ormadagarnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár.

Jazz- og blúshátíðin er haldin að hausti með jafnt innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Næsta hátíð hefst fimmtudaginn 3.október. Ormadagarnir hafa verið haldnir á vorin. Tilgangur þeirra er að efla lista- og menningarfræðslu leik- og grunnskólabarna í Kópavogi. Þúsundir barna hafa tekið þátt í þeim undanfarin misseri.

Tugir listamanna fá styrk úr lista- og menningarsjóði á ári hverju en með því er verið að auðga lista- og menningarlífið í Kópavogi. Tekjur lista- og menningarsjóðs eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.

Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og eru fulltrúar ráðsins með listamönnunum á meðfylgjandi mynd.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á