1.700 keppendur, 240 lið, 300 þjálfarar, 185 dómarar og óteljandi aðstandendur og sjálfboðaliðar verða á Fífuvellinum og í kringum Kópavogsvöll um helgina. Það verður því margt um manninn þegar 29. stúlknamót Breiðabliks verður sett á morgun, föstudag, með pomp og prakt. Fimmtíu fleiri lið en í fyrra taka nú þátt enda er íslenskur kvennabolti nú á mikilli uppleið eftir gríðarlega góðan árangur landsliðs okkar á EM. Keppni hefst að morgni föstudags. Setningarathöfnin verður á Kópavogsvelli klukkan 19.00. Fyrir hana verður gengið í fullum skrúða frá Digraneskirkju kl. 18.30. Símamótið verður haldið í Kópavogi dagana 19-21. júlí.
Nánari upplýsingar: http://simamotid.is/