Stuttmyndahátíð Molans

Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, var í fyrsta sinn haldin í sumar. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stóð fyrir hátíðinni.

Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town.

Í dómnefnd hátíðarinnar sátu þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.

Þátttakendur hátíðarinnar voru á ýmsum aldri sem hafa verið að fást við ólíka kvikmyndagerð.

Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.
Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn