Stuttmyndahátíð Molans

Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.

Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, var í fyrsta sinn haldin í sumar. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stóð fyrir hátíðinni.

Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town.

Í dómnefnd hátíðarinnar sátu þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.

Þátttakendur hátíðarinnar voru á ýmsum aldri sem hafa verið að fást við ólíka kvikmyndagerð.

Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.
Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar