Stuttmyndahátíð Molans

Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.

Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, var í fyrsta sinn haldin í sumar. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stóð fyrir hátíðinni.

Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town.

Í dómnefnd hátíðarinnar sátu þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.

Þátttakendur hátíðarinnar voru á ýmsum aldri sem hafa verið að fást við ólíka kvikmyndagerð.

Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.
Dómarar hátíðarinnar, þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir ásamt sigurvegurum keppninnar þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,