Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, var í fyrsta sinn haldin í sumar. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stóð fyrir hátíðinni.
Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town.
Í dómnefnd hátíðarinnar sátu þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.
Þátttakendur hátíðarinnar voru á ýmsum aldri sem hafa verið að fást við ólíka kvikmyndagerð.