Stuttmyndahátíð Molans

Stuttmyndakeppni í Molanum, Hábraut 2, fimmtudaginn 17. júlí

Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, verður haldin í fyrsta sinn fimmtudaginn 17. júlí. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stendur fyrir hátíðinni.  

Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town

Hátíðin fer fram í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi og hefst dagskrá klukkan 20. Kynnir hátíðarinnar verður Steiney Skúladóttir en dómnefnd skipa þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.

Þátttakendur hátíðarinnar eru á ýmsum aldri og fást við ólíka kvikmyndagerð og því mega gestir búast við sannkallaðri kvikmyndaveislu næstkomandi fimmtudag. Aðgangur er ókeypis.

Það er von aðstandenda að áhorfendur fjölmenni á Suttmyndahátíð Molans.

Gullmolinn, stuttmyndahátíð Molans í Kópavogi 2014.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Þúsundir íbúða í nýjum lífsgæðakjarna í Kópavogi

Áform um uppbyggingu hjúkrunarrýma og íbúða á Gunnarshólma Loftmynd af svæðinu Bæjarráð Kópavogs hefur samþykkt að vísa áfram til samþykktar bæjarstjórnar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka þróunarfélag um uppbyggingu 5.000

Kársnesskóla skipt í tvo skóla

Kársnesskóla verður skipt upp í tvo sjálfstæða skóla á skólaárinu 2024 til 2025 samkvæmt tillögu menntasviðs Kópavogsbæjar sem samþykkt hefur verið í bæjarstjórn Kópavogs. Lagt er til að skólanum verði

Jólatónleikar Samkórs Kópavogs

Samkór Kópavogs syngur inn aðventuna á sínum árlegu jólatónleikum sunnudaginn 3. desember n.k. Tónleikarnir verða í Digraneskirkju og hefjast kl. 17:00. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni er tenórsöngvarinn Gunnar