Stuttmyndahátíð Molans

Stuttmyndakeppni í Molanum, Hábraut 2, fimmtudaginn 17. júlí

Stuttmyndahátíð Molans, hátíð ungra kvikmyndagerðamanna, verður haldin í fyrsta sinn fimmtudaginn 17. júlí. Hátíðin er hluti af Skapandi Sumarstörfum í Kópavogi en verkefnið „Frá hugmynd að stuttmynd“, skipað þeim Birni Jóni Sigurðssyni og Elmari Þórarinssyni stendur fyrir hátíðinni.  

Markmið hátíðarinnar er að virkja unga kvikmyndagerðarmenn og skapa vettvang fyrir þá að sýna verk sín. Hátíðin er í samstarfi við RIFF kvikmyndahátíð en allar stuttmyndir sem komast inn í Stuttmyndahátíð Molans verða sýndar á sérstakri “Off- venue” dagskrá RIFF í október, eða RIFF- Around Town

Hátíðin fer fram í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi og hefst dagskrá klukkan 20. Kynnir hátíðarinnar verður Steiney Skúladóttir en dómnefnd skipa þau Gunnar B. Guðmundsson, Hilmar Guðjónsson og Valdís Óskarsdóttir.

Þátttakendur hátíðarinnar eru á ýmsum aldri og fást við ólíka kvikmyndagerð og því mega gestir búast við sannkallaðri kvikmyndaveislu næstkomandi fimmtudag. Aðgangur er ókeypis.

Það er von aðstandenda að áhorfendur fjölmenni á Suttmyndahátíð Molans.

Gullmolinn, stuttmyndahátíð Molans í Kópavogi 2014.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér