Styrkir til lista- og menningarmála

Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.
Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.

22 listamenn og hópar fengu nýverið styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar fyrir samtals 5,3 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga. Má nefna tónleikahald, barnamenningu, kórastarf, danssýningar og kvikmyndagerð.

Fjöldi umsókna berst lista- og menningarsjóði á ári hverju og er stærsta úthlutunin úr honum í upphafi árs en einnig eru veittir svokallaðir skyndistyrkir síðar á árinu.

Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og metur umsóknir í samræmi við reglur hans. Tekjur sjóðsins eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.

Í upphafi athafnarinnar í dag söng Karlakór Kópavogs nokkur lög en öflugt kórastarf er í bænum. Lista- og menningarráð hefur veitt kórunum rekstrarstyrki á ári hverju og hefur nú ákveðið að gera samning við kórana um slíka styrki til næstu þriggja ára.

Kórarnir eru auk karlakórsins, Kvennakór Kópavogs, Samkór Kópavogs og Söngvinir, kór aldraðra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Gnitaheiði er gata ársins

Bæjarstjórn Kópavogs velur götu ársins og er Gnitaheiði 30. gatan í Kópavogi til þess hljóta nafnbótina. Íbúar í götunni komu saman af tilefninu og Orri Hlöðversson, formaður bæjarráðs í Kópavogi

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gólflögn_JT
Palli
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir
Geir Þorsteinsson
v2video
Karen Elísabet Halldórsdóttir.
image-1
EIK-2016-11-13-143829_Crop
OFV4