Styrkir til lista- og menningarmála

Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.
Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.

22 listamenn og hópar fengu nýverið styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar fyrir samtals 5,3 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga. Má nefna tónleikahald, barnamenningu, kórastarf, danssýningar og kvikmyndagerð.

Fjöldi umsókna berst lista- og menningarsjóði á ári hverju og er stærsta úthlutunin úr honum í upphafi árs en einnig eru veittir svokallaðir skyndistyrkir síðar á árinu.

Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og metur umsóknir í samræmi við reglur hans. Tekjur sjóðsins eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.

Í upphafi athafnarinnar í dag söng Karlakór Kópavogs nokkur lög en öflugt kórastarf er í bænum. Lista- og menningarráð hefur veitt kórunum rekstrarstyrki á ári hverju og hefur nú ákveðið að gera samning við kórana um slíka styrki til næstu þriggja ára.

Kórarnir eru auk karlakórsins, Kvennakór Kópavogs, Samkór Kópavogs og Söngvinir, kór aldraðra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,