Styrkir til lista- og menningarmála

Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.
Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga.

22 listamenn og hópar fengu nýverið styrk úr lista- og menningarsjóði Kópavogsbæjar fyrir samtals 5,3 milljónir króna. Styrkirnir voru afhentir við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni. Hlutverk lista- og menningarsjóðs er að auðga menningarlífið í bænum og eru verkefnin sem styrkt voru af margvíslegum toga. Má nefna tónleikahald, barnamenningu, kórastarf, danssýningar og kvikmyndagerð.

Fjöldi umsókna berst lista- og menningarsjóði á ári hverju og er stærsta úthlutunin úr honum í upphafi árs en einnig eru veittir svokallaðir skyndistyrkir síðar á árinu.

Lista- og menningarráð fer með stjórn sjóðsins og metur umsóknir í samræmi við reglur hans. Tekjur sjóðsins eru 0,5% af 6,7% útsvarsstofni.

Í upphafi athafnarinnar í dag söng Karlakór Kópavogs nokkur lög en öflugt kórastarf er í bænum. Lista- og menningarráð hefur veitt kórunum rekstrarstyrki á ári hverju og hefur nú ákveðið að gera samning við kórana um slíka styrki til næstu þriggja ára.

Kórarnir eru auk karlakórsins, Kvennakór Kópavogs, Samkór Kópavogs og Söngvinir, kór aldraðra.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar