Styrktarleikur HK og Breiðabliks

hkubk

Meistaraflokkar HK og Breiðabliks í knattspyrnu hafa ákveðið að taka höndum saman og spila leik fimmtudaginn 3. apríl kl. 19.00 í Kórnum. Um er að ræða styrktarleik þar sem allur aðgangseyrir og allar tekjur renna til Bjarka Más Sigvaldasonar og fjölskyldu hans. Bjarki hefur undanfarin ár háð erfiða baráttu við krabbamein sem hefur tekið gríðarmikinn toll. Kópavogsfélögin vilja sýna stuðning í verki með þessum leik og vonast til þess að Kópavogsbúar og aðrir komi í Kórinn og styrki Bjarka og fjölskyldu hans.

Auk leiksins verða hinar frábæru SamSam systur með tónlistaratriði í hálfleik í hálfleik og veitingasala. Áhorfendur ráða hvaða upphæð þeir greiða í aðgangseyri, semsagt frjáls framlög.

Þeir sem komast ekki á leikinn geta lagt sitt af mörkum með því að leggja inná rn. 536-14-400171 kt.630981-0269 sem er styrktareikningurinn.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn