Styrktu hlaupahóp ungra nýgreindra með MS

Hlaupahópur ungra og nýgreindra með MS, talið frá vinstri: Eva Þorfinnsdóttir, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton, Kolbrún Eva Ólafsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir og Lára Björk Bender.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs (áður Áhaldahús) styrktu hóp ungra, nýgreinda með MS í Reykjarvíkur maraþoninu sem fram fór nýlega um álitlega upphæð. Að greinast með MS, líkt og með svo marga sjúkdóma, getur tekið á; bæði hjá þeim sem greinist og aðstandendum. „Þess vegna hlýnar manni um hjartað að vita hversu margir standa og styðja við bakið á okkur,“ segir Kolbrún Eva Ólafsdóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sem einnig er í hlaupahópi ungra og nýgreindra með MS. „Mikilvægast af öllu er að njóta lífsins. Fyrir flesta nýgreinda getur verið áskorun að takast á við MS greiningu en með tíma og góðum stuðningi verður auðveldara að sætta við hana og lifa í góðu jafnvægi.“

Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS félagsins:

https://www.msfelag.is/is

Á þessari síðu eru upplýsingar hvernig hægt er að styrkja unga fólkið með MS:  https://www.msfelag.is/is/felagid/um-felagid/styrkja-felagid

Framlag í Styrktarsjóð ungra einstaklinga með MS-sjúkdóminn:
Reikningur í Landsbanka nr. 0115-05-070994 – kt. 520279-0169

Hlaupahópur ungra og nýgreindra með MS, talið frá vinstri:
Eva Þorfinnsdóttir, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton, Kolbrún Eva Ólafsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir og Lára Björk Bender.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs

Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 og var valið kynnt við hátíðlega viðhöfn í Tónhæð, húsnæði Skólahljómsveitar Kópavogs.  Elísabet Berglind Sveinsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og formaður lista- og menningarráðs, afhenti

Brugðist við vopnaburði barna og ungmenna

Flýta á innleiðingu forvarnarverkefnis í KópavogiTala opinskátt um ofbeldi í öllum grunnskólum, frístund og félagsmiðstöðvum barna Menntaráð Kópavogs fjallaði um viðbrögð og forvarnir vegna ofbeldis og vopnaburðar barna og ungmenna

Heitar umræður um merki Pírata

Á aðalfundi Pírata í Kópavogi um liðna helgi var ný stjórn félagsins kjörin. Fundurinn var haldinn samhliða aðalfundum Pírata í Reykjavík, Ungra Pírata og Pírata í Suðvesturkjördæmi líkt og í

Gatnaframkvæmdir hafnar í Vatnsendahvarfi

Framkvæmdir við jarðvinnu og lagnir í Vatnsendahvarfi eru hafnar. Til að halda upp á áfangann tók bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir fyrstu skóflustungu að götunni Hæðarhvarfi. Árni Geir Eyþórsson, framkvæmdastjóri Jarðvals

Gamlar fréttir úr sarpinum

Jón úr Vör
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri og Theodóra S. Þorsteinsdóttur, formaður bæjarráðs Kópavogs.
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bjartri framtíð í Kópavogi.
laekningajurtir
okkarkopavogur_mynd
bjorn
hledslustodvar_kopavogur
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir