Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs (áður Áhaldahús) styrktu hóp ungra, nýgreinda með MS í Reykjarvíkur maraþoninu sem fram fór nýlega um álitlega upphæð. Að greinast með MS, líkt og með svo marga sjúkdóma, getur tekið á; bæði hjá þeim sem greinist og aðstandendum. „Þess vegna hlýnar manni um hjartað að vita hversu margir standa og styðja við bakið á okkur,“ segir Kolbrún Eva Ólafsdóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sem einnig er í hlaupahópi ungra og nýgreindra með MS. „Mikilvægast af öllu er að njóta lífsins. Fyrir flesta nýgreinda getur verið áskorun að takast á við MS greiningu en með tíma og góðum stuðningi verður auðveldara að sætta við hana og lifa í góðu jafnvægi.“
Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS félagsins:
Á þessari síðu eru upplýsingar hvernig hægt er að styrkja unga fólkið með MS: https://www.msfelag.is/is/felagid/um-felagid/styrkja-felagid
Framlag í Styrktarsjóð ungra einstaklinga með MS-sjúkdóminn:
Reikningur í Landsbanka nr. 0115-05-070994 – kt. 520279-0169