Styrktu hlaupahóp ungra nýgreindra með MS

Hlaupahópur ungra og nýgreindra með MS, talið frá vinstri: Eva Þorfinnsdóttir, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton, Kolbrún Eva Ólafsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir og Lára Björk Bender.

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs (áður Áhaldahús) styrktu hóp ungra, nýgreinda með MS í Reykjarvíkur maraþoninu sem fram fór nýlega um álitlega upphæð. Að greinast með MS, líkt og með svo marga sjúkdóma, getur tekið á; bæði hjá þeim sem greinist og aðstandendum. „Þess vegna hlýnar manni um hjartað að vita hversu margir standa og styðja við bakið á okkur,“ segir Kolbrún Eva Ólafsdóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sem einnig er í hlaupahópi ungra og nýgreindra með MS. „Mikilvægast af öllu er að njóta lífsins. Fyrir flesta nýgreinda getur verið áskorun að takast á við MS greiningu en með tíma og góðum stuðningi verður auðveldara að sætta við hana og lifa í góðu jafnvægi.“

Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS félagsins:

https://www.msfelag.is/is

Á þessari síðu eru upplýsingar hvernig hægt er að styrkja unga fólkið með MS:  https://www.msfelag.is/is/felagid/um-felagid/styrkja-felagid

Framlag í Styrktarsjóð ungra einstaklinga með MS-sjúkdóminn:
Reikningur í Landsbanka nr. 0115-05-070994 – kt. 520279-0169

Hlaupahópur ungra og nýgreindra með MS, talið frá vinstri:
Eva Þorfinnsdóttir, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton, Kolbrún Eva Ólafsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir og Lára Björk Bender.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á