Styrktu hlaupahóp ungra nýgreindra með MS

Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Kópavogs (áður Áhaldahús) styrktu hóp ungra, nýgreinda með MS í Reykjarvíkur maraþoninu sem fram fór nýlega um álitlega upphæð. Að greinast með MS, líkt og með svo marga sjúkdóma, getur tekið á; bæði hjá þeim sem greinist og aðstandendum. „Þess vegna hlýnar manni um hjartað að vita hversu margir standa og styðja við bakið á okkur,“ segir Kolbrún Eva Ólafsdóttir, starfsmaður Þjónustumiðstöðvar Kópavogs sem einnig er í hlaupahópi ungra og nýgreindra með MS. „Mikilvægast af öllu er að njóta lífsins. Fyrir flesta nýgreinda getur verið áskorun að takast á við MS greiningu en með tíma og góðum stuðningi verður auðveldara að sætta við hana og lifa í góðu jafnvægi.“

Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS félagsins:

https://www.msfelag.is/is

Á þessari síðu eru upplýsingar hvernig hægt er að styrkja unga fólkið með MS:  https://www.msfelag.is/is/felagid/um-felagid/styrkja-felagid

Framlag í Styrktarsjóð ungra einstaklinga með MS-sjúkdóminn:
Reikningur í Landsbanka nr. 0115-05-070994 – kt. 520279-0169

Hlaupahópur ungra og nýgreindra með MS, talið frá vinstri:
Eva Þorfinnsdóttir, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, Alissa Logan Vilmundardóttir Eaton, Kolbrún Eva Ólafsdóttir, Gunnhildur Guðnýjardóttir og Lára Björk Bender.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér