Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla.

Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni fyrir börn í Kópavogi fædd 2011 – 2014. Forstöðu fyrir Sumarfrístund veita tómstunda – og félagsamálafræðingarnir Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir. Aðrir starfsmenn hafa starfað í Hörðuheimum og hafa mikla reynslu og þekkingu á starfinu.

Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir veita forstöðu fyrir Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Að sögn Birtu og Róshildar verður í Sumarfrístundinni lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Metnaður verður settur í að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þar sem rödd barnanna og tillögur þeirra verða þáttur í dagsskrárgerðinni. Þannig geta allir fundið viðfangsefni við hæfi.

Helstu verkefni í Sumarfrístund einkennast á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu. Þá verður lesið, föndrað, spilað, stuðlað að frjálsum leik og fl. sem fellur til á hverju námskeiði.

Kynning og skráningar í Sumarfrístund er að finna á vef sumarnámskeiða: Sumar í Kópavogi.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér