Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla.

Í sumar verður í fyrsta sinn boðið upp á Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla. Um er að ræða tilraunaverkefni fyrir börn í Kópavogi fædd 2011 – 2014. Forstöðu fyrir Sumarfrístund veita tómstunda – og félagsamálafræðingarnir Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir. Aðrir starfsmenn hafa starfað í Hörðuheimum og hafa mikla reynslu og þekkingu á starfinu.

Birta Baldursdóttir og Róshildur Björnsdóttir veita forstöðu fyrir Sumarfrístund í Hörðuvallaskóla

Að sögn Birtu og Róshildar verður í Sumarfrístundinni lögð áhersla á öryggi og kunnuglegt umhverfi í bland við lærdóm, leik og gleði. Metnaður verður settur í að hafa dagskrána fjölbreytta og skemmtilega þar sem rödd barnanna og tillögur þeirra verða þáttur í dagsskrárgerðinni. Þannig geta allir fundið viðfangsefni við hæfi.

Helstu verkefni í Sumarfrístund einkennast á útivist, hreyfingu, leikjum, ferðum, íþróttum og ýmsum ævintýrum í nærumhverfinu. Þá verður lesið, föndrað, spilað, stuðlað að frjálsum leik og fl. sem fellur til á hverju námskeiði.

Kynning og skráningar í Sumarfrístund er að finna á vef sumarnámskeiða: Sumar í Kópavogi.

Umræðan

Fleiri fréttir

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að