Allir fengu blöðru, pylsu og djús í fyrstu sameiginlegu sumarhátíð leikskólanna Álfatúns, Grænatúns og Furugrund sem nýlega fór fram við Fagralund. Lúðrasveit Kópavogs blés í skrúðgöngu og svo var farið í leiki og grillað ofan í mannskapinn. Ríkey Hlín Sævarsdóttir, einn skipuleggjanda, segir að um sex hundruð manns hafi mætt og að fastlega megi búast við því að héðan í frá verði þetta að árvissum viðburði.