Sumarstarfsmenn til starfa

Vel á sjötta hundrað sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa nú hafið störf hjá Kópavogsbæ. Sumarstarfsmennirnir sinna fjölbreyttum störfum fyrir bæjarfélagið. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins, umhirðu íþróttavalla, sem leiðbeinendur við Vinnuskólann og fjölmörgum sumarnámskeiðum og í afleysingum á ýmsum stofnunum bæjarins. Auk þess er í gangi skógræktar- og uppgræðsluverkefni og eru þó sumarstörfin alls ekki öll upp talin.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að ljúka við að bjóða þeim starf sem undanfarið hafa verið að bætast í hóp umsækjenda.

Í síðustu viku hófu um 150 sautján ára unglingar störf í Vinnuskóla Kópavogs en fjórtán til sextán ára byrja 11. júní eftir að grunnskólum lýkur. Þau vinna aðallega við hirðingu bæjarins en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í Kópavogi.

Hörkuduglegir krakkar í sumarvinnunni í dag.
Hörkuduglegir krakkar í sumarvinnunni í dag.

Allir unglingar fjórtán til sautján ára fá vinnu í Vinnuskólanum, mismikla eftir aldri, og er gert ráð fyrir að fjöldinn þar í sumar verði rúmlega 900 manns.

„Þegar allt er samantekið er búið að afgreiða um 2.000 umsóknir um sumarstörf hjá Kópavogsbæ síðastliðnar átta vikur, annars vegar í Vinnuskólanum fyrir fjórtán til sautján ára og hins vegar fyrir 18 ára og eldri. Öllum hefur verið boðið sumarstarf og ætti því enginn af umsækjendum að vera án atvinnu í sumar,“ segir Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á