Sumarstarfsmenn til starfa

Vel á sjötta hundrað sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa nú hafið störf hjá Kópavogsbæ. Sumarstarfsmennirnir sinna fjölbreyttum störfum fyrir bæjarfélagið. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins, umhirðu íþróttavalla, sem leiðbeinendur við Vinnuskólann og fjölmörgum sumarnámskeiðum og í afleysingum á ýmsum stofnunum bæjarins. Auk þess er í gangi skógræktar- og uppgræðsluverkefni og eru þó sumarstörfin alls ekki öll upp talin.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að ljúka við að bjóða þeim starf sem undanfarið hafa verið að bætast í hóp umsækjenda.

Í síðustu viku hófu um 150 sautján ára unglingar störf í Vinnuskóla Kópavogs en fjórtán til sextán ára byrja 11. júní eftir að grunnskólum lýkur. Þau vinna aðallega við hirðingu bæjarins en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í Kópavogi.

Hörkuduglegir krakkar í sumarvinnunni í dag.
Hörkuduglegir krakkar í sumarvinnunni í dag.

Allir unglingar fjórtán til sautján ára fá vinnu í Vinnuskólanum, mismikla eftir aldri, og er gert ráð fyrir að fjöldinn þar í sumar verði rúmlega 900 manns.

„Þegar allt er samantekið er búið að afgreiða um 2.000 umsóknir um sumarstörf hjá Kópavogsbæ síðastliðnar átta vikur, annars vegar í Vinnuskólanum fyrir fjórtán til sautján ára og hins vegar fyrir 18 ára og eldri. Öllum hefur verið boðið sumarstarf og ætti því enginn af umsækjendum að vera án atvinnu í sumar,“ segir Friðrik Baldursson garðyrkjustjóri Kópavogsbæjar.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér