Sumarstörf í Kópavogi

Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.
Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Tæplega 600 sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöðum, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda undanfarna daga.

Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 unglingum á aldrinum 14 til 17 ára í honum.  Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í bænum.

Yndisgardur1

Unglingar í Vinnuskólanum fá vinnu frá sex vikum og upp í átta. Yngsti hópurinn fær vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sex vikur en sá elsti allan daginn, fjóra daga vikunnar, í átta vikur.

Vinnutími sumarstarfsmanna er breytilegur, sumir hófu störf í maí, aðrir síðastliðinn mánudag, 2. júní, og enn á eftir að bætast í hópinn.

„Hér var ákveðið að allir sem eftir því myndu sækja um vinnu fengjuboð um starf, þar er Kópavogur í fararbroddi annarra sveitarfélaga. Það hefur gengið mjög vel að vinna úr umsóknum og flestir hafa hafið störf. Þess má svo geta að vinnutíminn í Vinnuskóla Kópavogs er lengri og kaupið hærra en í flestum nágrannasveitarfélögumokkar,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson skólastjóri Vinnuskólans og umsjónarmaður sumarstarfa í Kópavogi.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér