Sumarstörf í Kópavogi

Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.
Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Tæplega 600 sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöðum, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda undanfarna daga.

Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 unglingum á aldrinum 14 til 17 ára í honum.  Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í bænum.

Yndisgardur1

Unglingar í Vinnuskólanum fá vinnu frá sex vikum og upp í átta. Yngsti hópurinn fær vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sex vikur en sá elsti allan daginn, fjóra daga vikunnar, í átta vikur.

Vinnutími sumarstarfsmanna er breytilegur, sumir hófu störf í maí, aðrir síðastliðinn mánudag, 2. júní, og enn á eftir að bætast í hópinn.

„Hér var ákveðið að allir sem eftir því myndu sækja um vinnu fengjuboð um starf, þar er Kópavogur í fararbroddi annarra sveitarfélaga. Það hefur gengið mjög vel að vinna úr umsóknum og flestir hafa hafið störf. Þess má svo geta að vinnutíminn í Vinnuskóla Kópavogs er lengri og kaupið hærra en í flestum nágrannasveitarfélögumokkar,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson skólastjóri Vinnuskólans og umsjónarmaður sumarstarfa í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

1515030_10202047574684548_1435328287_n
Símamótið
Unknown-2_vefur_nytt
Ágústa Sigrún Ágústsdóttir
olifani
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Ása Richards
2013-02-16_-_Wien_-_Demo_Gleiche_Rechte_für_alle_(Refugee-Solidaritätsdemo)_-_Refugees_are_human_beings
Mireya Samper