Sumarstörf í Kópavogi

Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.
Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Tæplega 600 sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöðum, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda undanfarna daga.

Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 unglingum á aldrinum 14 til 17 ára í honum.  Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í bænum.

Yndisgardur1

Unglingar í Vinnuskólanum fá vinnu frá sex vikum og upp í átta. Yngsti hópurinn fær vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sex vikur en sá elsti allan daginn, fjóra daga vikunnar, í átta vikur.

Vinnutími sumarstarfsmanna er breytilegur, sumir hófu störf í maí, aðrir síðastliðinn mánudag, 2. júní, og enn á eftir að bætast í hópinn.

„Hér var ákveðið að allir sem eftir því myndu sækja um vinnu fengjuboð um starf, þar er Kópavogur í fararbroddi annarra sveitarfélaga. Það hefur gengið mjög vel að vinna úr umsóknum og flestir hafa hafið störf. Þess má svo geta að vinnutíminn í Vinnuskóla Kópavogs er lengri og kaupið hærra en í flestum nágrannasveitarfélögumokkar,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson skólastjóri Vinnuskólans og umsjónarmaður sumarstarfa í Kópavogi.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð

Hrönn Valgeirsdóttir, leikskólakennari og M.A. í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Mikill áhugi á fræðslukvöldum fyrir foreldra

Foreldrum og forsjáraðilum leikskólabarna í Kópavogi stendur til boða að mæta á fræðslukvöld þar sem fjallað er um uppeldishætti, að setja mörk og ábyrgð og líðan foreldra. Fyrsti fundurinn var

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn