Sumarstörf í Kópavogi

Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.
Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.
Starfsfólk í sumarvinnu í trjásafninu og Yndisgarðinum, í Fossvogsdalnum Kópavogsmegin.

Tæplega 600 sumarstarfsmenn 18 ára og eldri hafa hafið störf hjá Kópavogsbæ. Flestir vinna við garðyrkju, hirðingu og fegrun bæjarins en sumarstarfsmenn sinna einnig afleysingum á ýmsum vinnustöðum, til dæmis á leikskólum og í sundlaugunum.

Allir sem sóttu um starf hjá bænum fengu boð um starf og er verið að vinna í að ljúka við að bjóða þeim starf sem hafa verið að bætast í hóp umsækjenda undanfarna daga.

Í næstu viku hefur Vinnuskólinn svo göngu sína en gert er ráð fyrir tæplega 1.000 unglingum á aldrinum 14 til 17 ára í honum.  Þau vinna aðallega við fegrun Kópavogsbæjar en elstu tveir árgangarnir eru einnig til aðstoðar hjá félögum og stofnunum í bænum.

Yndisgardur1

Unglingar í Vinnuskólanum fá vinnu frá sex vikum og upp í átta. Yngsti hópurinn fær vinnu hálfan daginn fjóra daga vikunnar í sex vikur en sá elsti allan daginn, fjóra daga vikunnar, í átta vikur.

Vinnutími sumarstarfsmanna er breytilegur, sumir hófu störf í maí, aðrir síðastliðinn mánudag, 2. júní, og enn á eftir að bætast í hópinn.

„Hér var ákveðið að allir sem eftir því myndu sækja um vinnu fengjuboð um starf, þar er Kópavogur í fararbroddi annarra sveitarfélaga. Það hefur gengið mjög vel að vinna úr umsóknum og flestir hafa hafið störf. Þess má svo geta að vinnutíminn í Vinnuskóla Kópavogs er lengri og kaupið hærra en í flestum nágrannasveitarfélögumokkar,“ segir Sigurður Grétar Ólafsson skólastjóri Vinnuskólans og umsjónarmaður sumarstarfa í Kópavogi.

 

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar