Á sumarvef Kópavogsbæjar er að finna fjölbreytt og skemmtileg frístunda, – leikja – og íþróttanámskeið fyrir börn á aldrinum 6 til 16 ára. Námskeið sumarsins á vegum Frístunda – forvarna – og íþróttadeildar verða hjóla – og útivistarnámskeið, smíðavöllur og siglingar. Sumarstarf í Hrafninum er fyrir börn og unglinga með sérþarfir og atvinnutengt frístundaúrræði verður fyrir ungmenni 16 til 24 ára í starfs – og frístundaklúbbnum í Tröð. Götuleikhús Kópavogs og Skapandi sumarstörf unglinga og ungmenna munu glæða bæinn leik – og tónlistarlífi með ýmsum hætti.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.