Sundlaug Kópavogs: Meira en bara stöðumælabrot

Kópavogur er nafli Íslands. Þar er miðjan alger enda bærinn blanda af þorpi, bæ, borg og kauptúni. Í gegnum Kópavog rennur svo Nýbýlavegurinn sem er orðinn að hugtaki í íslenskri tungu sem allri skilja. Allir staðir í veröldinni eiga sinn Nýbýlaveg. Nýbýlavegurinn er meir að segja sálfræðilegt ástand.

En það er ekki bara Nýbýlavegurinn sem gerir Kópavog svona merkilegan. Bílastæðið við Sundlaug Kópavogs er ekki síður stórbrotið. Á þessu bílastæði tákngerist efnhagleg sérkenni íslensk efnahags og flókin efnahagsleg vandamál verða auðskiljanleg.

Bílastæðið við Sundlaug Kópavogs er þokkalega stórt. Þar eru 2 stæði fyrir fatlaða sem eru máluð blá og tugir af stæðum fyrir fjölskyldubifreiðar hverskonar. Frá hverju bílastæði er um það bil 20 sekúndna gangur að innganginum. Einhverra hluta vegna hafa leikar þróast með þeim eindæmum að margir sundlaugargestir finnst freklega á sér brotið með þessari stuttu gönguför og leggja því upp á gangtétt sem er alveg upp við innganginn. Tíminn sem tekur þann sem leggur upp gangstétt styttist því úr 20 sekúndum í um það bil 10 sekúndur.

Eins ótrúlega og það hjómar hafa sundlaugarstjórnendur ekkert við þetta fyrirkomulag að athuga og bílar leggja ó-áreittir upp á gangstéttinni eins og um væri að ræða hefðbundið bílastæði. Eftir því sem ég kemst næst hafa lögregluyfirvöld ekki verið eins bljúg og sundlaugarstjórnin og sektar stundum frekjurnar sem leggja upp á gangsétt.

Undirgefni sundlaugarstjórnendanna hefur tekið á sig svo stórbrota mynd að ef ég væri skáld myndi ég hripa nokkrar línur í snjáða vasabók sem héti „HUGMYNDIR – MUNA“.

Þannig er að innar á gangstéttinni (sem er bannað að leggja upp á) hefur verið málaður hvítur kross sem ætlaður er sjúkrabílum. Nokkuð sem er alveg makalaust því það er einmitt m.a tilgangurinn að bannað sé að leggja upp á gangséttinni yfir höfuð.

Þarna er sem sagt búið að sætta sig við ruglið en alveg nýtt merkjakerfi komið upp sem aðeins útvaldir fastagestir (og stöðubrotameistarar) Sundlaugar Kópavogs skilja. Þessi kross er ekki þykkur jafnarma eins og rauði-krossinn, heldur frekar mjór og í laginu eins og trúartákn kristinna, málað með venjulegum heimilispensli.

 10441411_10152427023618168_6321794213492745774_n

Þetta er alveg frábært því í þessu dæmi kemst regla á ruglið alveg óvart og minir á söguna um hurðina inn í hurðinni í „Hitchikers guide to the Galaxy“. Í henni er sagt frá risastórri kastalahurð sem var svo mikið vesen að opna í hvert skipti sem einhver bankaði, að einhverjum snillingi datt í hug að setja venjulega hurð á stóru hurðina. Leikar fóru þannig að stóra hurðin ryðgaði föst og sú litla var alltaf notuð.

Í dæminu úr Kópavogi er komin „bannað að leggja-regla“ inn á svæði sem er þegar bannað að leggja.

Þetta rugl minnti mig reyndar á annað rugl og alvarlegra og snýr að stærsta efnahagsmáli þjóðarinnar. Í örmyntinni sem við brúkum er innbygður verðbólguhvati. Krónan er „lek“ og tapar verðmæti sínu í hvert skipti sem verslaðar eru vörur sem ekki eru framleiddar á Íslandi (olía, vélar, tæki, matur osfr). Af þessum sökum var gripið til þess ráðs að vera með það sem kallast „verðtrygging“ á flest lán sem eru til langs tíma (t.d húsnæðislán osfr). Verðtrygging getur líka heitað „breytilegir vextir“ en það er sjaldan talað um það.

Verðtrygging hvort sem okkur líkar betur eða verr, forsenda lánamarkaðar á Íslandi.

Svo gerist það að krónan „hrynur“ (sem gerist á c.a 10 ára fresti) og verðtryggingin gerir nákvæmlega það sem hún á að gera (sjálfvirk hækkun lána), að viðbragð Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar var að lofa endurgreiðslu á s.k „forsendubrest“ vegna þess að verðtrygginginn var að gera það sem hún á að gera. Þetta er sem sagt einhverskonar dempari á demparann.

Hringa-vitleysa.

Væri nú ekki bara betra að ráðast að rótum vandans. Banna lötum ruddum að leggja upp á gangstétt og taka upp einhverja aðra mynt sem er nógu stöðug til þess að hægt sé að ástunda eðilegt viðskipti okkar í milli.

Mynt sem „lekur“ ekki og innifelur í sér lága verðbólgu. Mynt sem þarf ekki verðtryggingu. Mynt sem þarf ekki furðulegar reglur sem enginn skilur. Mynt þarf heldur ekki leiðréttingu á „forendubrest“ vegna áhrifa verðtryggingar – sem reyndar er forsenda þess lánamarkaður þrífist í landinu.

 Nú þarf að hætta þessu rugli og byrja að vaska upp.

Lagt upp á stétt við sundlaug Kópavogs.
Lagt upp á stétt við sundlaug Kópavogs.

10455218_10152427023653168_7159189690865753280_n
10371508_10152427023633168_9065921275406656289_n 10246642_10152427023628168_7453066805097367260_n 10177282_10152427023623168_8829742881707139583_n

 Teitur Atlason. 
Pistillinn birtist fyrst á dv.is

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér