Sundlaugar fyrir alla?

Guðmundur Geirdal.

Í Kópavogi eru tvær almenningssundlaugar; Kópavogslaug og Salalaug. Rekstur þeirra kostar um 450 milljónir á ári utan við aðgangseyrinn, sem er um 160 miljónir. Það eru mikil gæði fólgin í þessum laugum. Þvílíkur unaður sem það er að eiga þess kost að skella sér í heitan pott og kaldan eða gufu og láta líða úr sér.

Það eru því miður ekki allir sem eiga þess kost að að nýta sér þessi gæði. Sumir eru bundnir við hjólastól. Þótt þeir komist af sjálfsdáðum um bæinn og inn í sundlaugabyggingar  þá vandast málið þegar fara á  ofan í pottanna. Það vantar lyftubúnað sem gerir fötluðu fólki kleift að komast ofan í pottana og laugarnar.

Það getur verið bæði niðurlægjandi og óþægilegt fyrir fólk að þurfa að fá þessa aðstoð án þessa lyftubúnaðar.

Þetta verður að laga því hver þarf meira á því að halda að komast í heitan pott en sá sem bundin er við hjólastól allann daginn?

Opnunartíma lauganna þarf líka að lengja. Það ætti að vera opið til klukkan 22 á laugardögum eins og virka daga. Á þeim kvöldum er unga fólkið gjarnan í laugunum og það er frábært. Varla er hægt að finna heilbrigðari stað fyrir þau að hittast en í laugunum.

Einnig þarf að nota anddyri lauganna betur sem snúa að laugunum sjálfum. Það mætti opna anddyrin út að laugunum þannig að sundlaugagestir geti verslað sér svaladrykki og ís meðan þeir eru í „sundi.“ Þannig væri hægt að skapa flotta stemmingu í góðu veðri; setja upp borð og stóla þannig að fjölskyldur myndu dvelja lengur og njóta.

Á vetrar kvöldum væri gaman að geta kveikt á notarlegri lýsingu sem væri bæði fyrir ofan og í kringum pottanna. Það ásamt ljúfri tónlist gæti skapað einstaka stemmingu. 

Það er alveg ljóst að útvarsgreiðendur í Kópavogi eru að leggja verulega fjármuni til sundlauganna en ég tel að fyrir ekki svo mikið til viðbótar mætti gera sundlaugarnar okkar miklu skemtilegri.

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð