• 2006
  • 2007
  • 2008
  • 2009
  • 2010
  • 2011
  • 2012
  • 2013
  • 2014
  • 2015
  • 2016
  • 2017
  • 2018
  • 2019
  • 2020
  • Home
  • Latest News
  • Ljósmyndir
  • Smáauglýsingar
  • Tölublöð
  • Um Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið
  • Heim
  • Fréttir
    • Mannlíf
    • Íþróttir
    • Menning
    • Fyrirtæki
  • Aðsent
  • Um Kópavogsblaðið
  • Tölublöð
  • Facebook

  • Instagram

  • YouTube

  • RSS

Fréttir

Sunnusmári, Silfursmári og Sunnutorg urðu fyrir valinu

Sunnusmári, Silfursmári og Sunnutorg urðu fyrir valinu
ritstjorn
04/09/2017

Verðlaun í samkeppni um götuheiti í nýrri byggð 201 Smári í Kópavogi voru nýlega afhent. Um er að ræða nýja 620 íbúða byggð sem mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar. Almenningi gafst tækifæri á að taka þátt í leik um útfærslur íbúða og hverfis auk nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorginu í byggðinni.

Frá verðlaunaafhendingunni í Smáralind. Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, Alexander Þorsteinsson, sem tók við verðlaunum fyrir hönd Hildar Einarsdóttur, Ágústa Hreinsdóttir, sigurvegari í nafnasamkeppni, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs og Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.

Ágústa Hreinsdóttir sigraði í nafnasamkeppni en alls bárust tillögur frá um 400 manns. Bæjarstjórn Kópavogs valdi nöfn úr innsendum tillögum. Íbúagata hverfisins mun heita Sunnusmári, aðalgatan fær nafnið Silfursmári og torg upp við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg. Ágústa var með tillögu af öllum þremur nöfnunum sem valin voru en nöfnin komu einnig fram hjá fleirum sem þátt tóku. Samhliða samkeppninni um nöfn á götum tóku tæplega 2.000 manns þátt í leik á síðunni www.201.is þar sem þátttakendum var gefinn kostur á að móta verkefnið með þróunaraðilum. Dregið var úr nöfnum þeirra sem tóku þátt og var það Hildur Einarsdóttir sem fékk verðlaunin. Báðir sigurvegararnir hlutu flugmiða frá Wow Air í verðlaun.

Ánægja með þátttöku
,,Við erum afar ánægð með hversu góð þátttaka var í nafnasamkeppninni og leiknum. Spurt var út í ýmsa hluti er varðar bæði hverfið og síðan útfærslu bygginga og íbúða. Þar kom margt spennandi og áhugavert fram. Með þessari nálgun var almenningi gert kleift að hafa bein áhrif á það hvernig hverfið, húsin og íbúðirnar mótast. Upplýsingar verða notaðar við hönnun og nánari útfærslu verkefnisins,” segir Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, sem sér um framkvæmd verkefnisins ásamt Reginn fasteignafélagi og Smárabyggð ehf.

Ingvi segir að áhersla verði lögð á fjölbreytileika í stærðum íbúða og áhersla er á að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.

,,Það er afar ánægjulegt að sjá nýjan kafla hefjast í uppbyggingu Smáralindarsvæðisins. Þótt 201 Smári sé nýtt hverfi þá er það nú þegar mjög gróið og íbúarnir sem hingað munu flytja koma til með að njóta góðs að því. Það er stutt í alla þjónustu og hér eru nú þegar skólar, leikskólar og íþróttamannvirki til staðar sem og þjónusta við eldri borgara,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs.

201 Smári.

Efnisorð201 Smáribæjarlífiðnafnasamkeppni
Fréttir
04/09/2017
ritstjorn

Efnisorð201 Smáribæjarlífiðnafnasamkeppni

Meira

  • Lesa meira
    Ný sundlaug í Fossvogsdal

    Dagur B. Eggertsson borgastjóri Reykjavíkur og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, leggja til að samþykkt verði að...

    ritstjorn 11/03/2021
  • Lesa meira
    Nýsköpunarsetur í Kópavogi fær nafnið SKÓP

    Markaðsstofa Kópavogs opnar á næstu dögum nýsköpunarsetur í Kópavogi í samstarfi við Kópavogsbæ og atvinnulífið í bænum,...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Álmu í Álfhólsskóla, Hjalla, lokað vegna myglu

    Einni álmu Álfhólsskóla var lokað frá og með fimmtudeginum 4.mars s.l vegna myglu sem greindist í þaki...

    ritstjorn 10/03/2021
  • Lesa meira
    Kópavogsbúar virkir í málefnum ungmenna

    Tveir ungir Kópavogsbúar voru nýverið kjörnir fyrir hönd Molans, ungmennahúss Kópavogs, í Ungmennaráð ungmennahúsa Samfés. Hlutverk ráðsins...

    ritstjorn 26/01/2021
  • Lesa meira
    Tendrað á jólastjörnu

    Tendrað var á jólastjörnunni á Hálsatorgi á alþjóðlegum degi barna, 20. nóvember s.l. Tendrað var á jólatré...

    ritstjorn 08/12/2020
  • Lesa meira
    Miðbær Kópavogs tekur stakkaskiptum

    550 íbúðir verða á Hamraborgarsvæðinu samkvæmt fyrirliggjandi tillögu að breyttu aðalskipulagi og deiliskipulagi sem samþykkt hafa verið...

    ritstjorn 02/12/2020
  • Lesa meira
    64 rýma hjúkrunarheimili í Boðaþingi

    Samningur um byggingu 64 rýma hjúkrunarheimilis í Boðaþingi var samþykktur í Bæjarstjórn Kópavogs þann 24. nóvember s.l,...

    ritstjorn 26/11/2020
  • Lesa meira
    Geðræktarhús í Kópavogi

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdagsins, 10. október s.l, kynnti Kópavogsbær að Hressingarhælið í Kópavogi verði nýtt í...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Leiðarljós að viðhalda óskertu skólastarfi

    Áhrif Covid á leik- og grunnskóla í Kópavogi í haust eru af ýmsum toga. Áhersla er lögð...

    ritstjorn 22/10/2020
  • Lesa meira
    Kópavogsbær í samstarf við íþróttafélög um námskeið fyrir eldri borgara

    Nýju verkefni, Virkni og vellíðan, verður hleypt formlega af stokkunum á morgun, 1.október, en það er hluti...

    ritstjorn 30/09/2020
  • Lesa meira
    „Verkefni allra í HK er að koma félaginu í fremstu röð í íslenskri knattspyrnu“

    Knattspyrnudeild HK hefur gert samning við Daða Rafnsson sem yfirmann knattspyrnuþróunar hjá félaginu. Daði mun taka að...

    ritstjorn 25/09/2020
  • Lesa meira
    Birkifræjum sáð í landi Kópavogs

    Kópavogsbær er einn samstarfsaðila Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í landssöfnun á birkifræjum sem hleypt var af stokkunum 16....

    ritstjorn 24/09/2020
Scroll for more
Tap
  • Vinsælast í vikunni

  • Nýjast

  • Ný sundlaug í Fossvogsdal
    Fréttir11/03/2021
  • Það er allt í lagi að vera ekki allt í lagi
    Aðsent26/01/2021
  • Samstaða, lærdómur og þakklæti
    Aðsent18/12/2020
  • Safna fæðingarsögum feðra og ætla að gefa út í bók
    Mannlíf16/12/2020
  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

Kópavogsblaðið
Kópavogsblaðið vill stuðla að aukinni samheldni og samstöðu Kópavogsbúa. Við höfum sérstakan áhuga á skemmtilegu mannlífi og atvinnulífi í Kópavogi og því sem gerir Kópavog að sérstökum og jákvæðum bæ að búa í, starfa og heimsækja. Hafðu samband í síma 8993024 eða sendu okkur skeyti á kopavogsbladid () kopavogsbladid.is

Nýjasta nýtt

  • Pétur Örn tekur við af Sigurjóni sem formaður HK
    Íþróttir05/04/2021
  • Bjart fram undan, hefjum störf
    Aðsent05/04/2021
  • Sundlaug óskast… í Reykjavík
    Aðsent05/04/2021
  • Lækningajurtir, matjurtir og myglusveppir
    Mannlíf05/04/2021

Facebook

© 2020 Kópavogsblaðið slf.