Suss…

Theodóra S. Þorsteinsdóttir, oddviti Viðreisnar í Kópavogi.

Það ætti öllum Kópavogsbúum að vera orðið ljóst að samstaðan í bæjarstjórn Kópavogs er engin síðan nýr meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók við í fyrravor. Þó um sé að ræða sömu gömlu meirihlutaflokkana varð endurnýjunin slík að reynsla og þekking nánast þurrkaðist út. Inn kom fólk sem virðist ekki hafa nokkra þekkingu á stjórnsýslu en með 100 kosningarloforð í farteskinu. Þau kosningaloforð verða til þess að leggja þarf niður heilu stofnanirnar því öðruvísi eru ekki til peningar fyrir þeim. Mál sem koma til meðferðar í stjórnsýslunni eru hroðvirknislega unnin. Aðrar ákvarðanir tekur bæjarstýran ein í sínu horni og ef heppnin er með okkur þá upplýsir hún okkur munnlega um áform hennar. Annað lesum við um í blöðunum.

Aldrei hafa jafn mörg mál á jafn stuttum tíma farið í gegnum samþykktarferli þar sem áskilinn er slíkur trúnaður að það má ekki einu sinni birta bókanir þar sem nefndarmenn reyna að gera grein fyrir afstöðu sinni. Við erum múlbundin og opinber umræða um tillögur bæjarstýru má ekki fara fram fyrr en að kemur að samþykki í bæjarstjórn. Margsinnis hefur þessi meirihluti opinberað vanþekkingu sína í umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn þrátt fyrir að umræðan þar af hálfu meirihlutans sé svo lítil að það er nánast ósanngjarnt að greiða fulltrúum rúmlega 200 þúsund fyrir hvern fund. Hvort fólk er með öllu óundirbúið eða misskilur þann lýðræðisvettvang sem bæjarstjórarfundir eru, skal ég ekki segja um. En ef allt væri eðlilegt gerði fólk grein fyrir afstöðu sinni og rædd væru mál sem tilheyra þeim sviðum rekstrarins sem það ber ábygð á. Oddviti Framsóknar sem jafnframt er formaður bæjarráðs kemst upp með að þegja þunnu hljóði fund eftir fund þrátt fyrir að oft sé veruleg þörf á að gera grein fyrir málum t.d úr bæjarráði. Þetta er í raun svo stórfurðulegt að Kópavogsbúar þurfa að vita hvernig ástandið er í stjórn bæjarins. Tökum dæmi.

Núverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar situr í öðru sæti á lista Framsóknar. Þessi aðili er líka leikskólastjóri á leikskólanum Urðarhóli. Í mars s.l. barst bæjarstjórn erindi sem snerist um að létta á leikskólanum Urðarhóli og það skyldi gera með því að færa rúmlega 30 börn af deild þaðan og yfir á Kópastein, annan leikskóla í sama hverfi. Fram kemur í erindinu að stjórnendur leikskólanna Urðarhóls og Kópasteins hafi hafið samstarf um hugsanlega sameiningu þessara leikskóla. Ég ætla ekki að taka efnislega afstöðu til þess. Það gilda hins vegar stjórnsýslulög um meðferð mála af þessu tagi þar sem verið er að taka ákvarðanir um rétt og skyldu barnanna sem um ræðir og fjölskyldna þeirra. Stjórnsýslulögin kveða á um að starfsmenn stjórnsýslunnar séu vanhæfir til að taka þátt í undirbúningi, meðferð eða úrlausn mála þegar þeir eru aðilar máls. Við þær kringumstæður ber þeim að víkja af fundi á meðan málið er afgreitt. Framsóknarflokknum finnst hins vegar eðlilegt að leikskólastjórinn, með hatt forseta bæjarstjórnar leggi til fækkun barna  á eigin leikskóla, taki fullan þátt í meðferð málsins og greiði loks um það atkvæði. Á árinu 2023 er ekki boðlegt að „það sé bara best að kjósa Framsókn“ með þessum formerkjum. Við hljótum að gera kröfur um að fúsk af þessu tagi heyri fortíðinni til og það er lágmark að farið sé að lögum. Snefill af siðferði væri vel þeginn líka.

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

skidi
vigsla2
Þríþraut verðlaun
Árni Páll Árnason
María Pétursdóttir
2013-07-24-1141
Elskhuginnn 009
Kristín Sævarsdóttir
Ólympíudagurinn 23. júní 2014 010