Svana Katla með Brons á sterku ensku móti

Landsliðskonan í karate og blikinn Svana Katla Þorsteinsdóttir keppti undir lok ársins á sterku móti, 6th Central England International Open, í Worcester Englandi.

Svana Katla með verðlaun sín.

Mótið var fjölmennt, um 500 þátttakendur voru skráðir og þar af 18 keppendur í kata kvenna. Ísland átti 11 keppendur á mótinu bæði í kata og kumite. Í fyrstu tveimur umferðum mætti Svana Katla enskum stúlkum. Hún vann þær umferðir örugglega, en helmingur keppenda datt út í hverri umferð. Í undanúrslitum mæti Svana írönsku stúlkunni Roya Akrami meða kata Gojushiho-Dai og var það jöfn viðureign sem fór svo að sú íranska vann 2-1. Í viðureigninni um bronsið mætti Svana Mia Daniels, þar framkvæmdi Svana kata Kanku Sho og vann viðureignina 3-0 og því bronsið hennar.   

Landsliðshópurinn með verðlaun sín á mótinu.

Umræðan

Fleiri fréttir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á