Svana Katla á leið á Evrópumeistaramót unglinga í karate

Svana Katla og Kristján Helgi.
Svana Katla og Kristján Helgi.

Á föstudaginn, 7.febrúar, byrjar Evrópumeistaramót unglinga og undir 21árs í karate, en mótið fer fram í Lissabon í Portúgal. Ísland sendir tvo keppendur á mótið sem bæði keppa í undir 21 árs flokkum, en það eru þau Kristján Helgi Carrasco úr Víking og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik.

Svana Katla byrjar keppni strax á föstudaginn en hún keppir í kata.  Kristján Helgi mun hins vegar keppa á sunnudaginn í kumite. Þetta er fyrsta undir 21árs Evrópumótið hjá þeim báðum,en áður hafði Svana keppt á Heimsmeistaramóti fullorðinna 2012 í hópkata.
Kristján Helgi keppti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Ungverjalandi í fyrra og á Heimsmeistaramóti undir 21árs á Spáni í nóvember síðastliðnum, þar sem hann komst í aðra umferð eftir góðan sigur á andstæðingi sínum frá Katar.

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Umræðan

Fleiri fréttir

Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin með pompi og pragt, laugardaginn 30. nóvember. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri tendrar ljósin á jólatré Kópavogsbæjar við menningarhúsin við hátíðlega athöfn kl. 17. Jólasveinar bregða á

Fjárhagsáætlun samþykkt

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs að lokinni seinni umræðu í vikunni Einnig var samþykkt þriggja ára áætlun fyrir tímabilið 2026-2028. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að

Sóley heimsmeistari

Sóley Margrét Jónsdóttir varð í síðustu viku heims­meist­ari í kraft­lyft­ing­um með búnaði í +84 kg flokki og tryggði sér um leið réttinn til að keppa á Heimsleikunum (World Games) sem

Hættum keðjuverkandi skerðingum

Ég verð bara að segja eins og er að ég var kominn með bullandi ofnæmi fyrir ríkisstjórninni og sennilega var ríkisstjórnin einnig kominn með alvarlegt bráðaofnæmi fyrir sjálfri sér. Já,