Svana Katla á leið á Evrópumeistaramót unglinga í karate

Svana Katla og Kristján Helgi.
Svana Katla og Kristján Helgi.

Á föstudaginn, 7.febrúar, byrjar Evrópumeistaramót unglinga og undir 21árs í karate, en mótið fer fram í Lissabon í Portúgal. Ísland sendir tvo keppendur á mótið sem bæði keppa í undir 21 árs flokkum, en það eru þau Kristján Helgi Carrasco úr Víking og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik.

Svana Katla byrjar keppni strax á föstudaginn en hún keppir í kata.  Kristján Helgi mun hins vegar keppa á sunnudaginn í kumite. Þetta er fyrsta undir 21árs Evrópumótið hjá þeim báðum,en áður hafði Svana keppt á Heimsmeistaramóti fullorðinna 2012 í hópkata.
Kristján Helgi keppti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Ungverjalandi í fyrra og á Heimsmeistaramóti undir 21árs á Spáni í nóvember síðastliðnum, þar sem hann komst í aðra umferð eftir góðan sigur á andstæðingi sínum frá Katar.

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Umræðan

Fleiri fréttir

Flautukórinn í frægðarför

„Við komum heim með fullt af gulli, silfri og bronsi rétt eins og á Ólympíuleikunum,” segir kampakát Pemela De Sensi, flautukennara Tónlistarskólans í Kópavogi. Flautukór kórsins lagði nýverið Sikiley á

Líf og fjör á Hamraborgarhátíð

Agnes Ársælsdóttir er myndlistarmaður og sýningarstjóri Hamraborgarhátíðarinnar í ár. Agnes útskrifaðist með BA gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2015 en stundar nú nám í sýningastjórnun við Háskóla Íslands. Agnes sýndi

Gunnar Helgason.

Bókasafn Kópavogs í haust

Haustið ber með sér rútínu, kertaljós og appelsínurauða tóna, en á Bókasafni Kópavogs er dagskráin að fara í gang með vinsælum viðburðum fyrri ára í bland við nýja og spennandi

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Vindur í eigu þjóðar

Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum

Gamlar fréttir úr sarpinum

Gylfi
María Pétursdóttir
Lýður B. Skarphéðinsson
Símamótið
Bláfáni2015_1
HjordisogTheodora
einelti4
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir
heimsmarkmid