Svana Katla á leið á Evrópumeistaramót unglinga í karate

Svana Katla og Kristján Helgi.
Svana Katla og Kristján Helgi.

Á föstudaginn, 7.febrúar, byrjar Evrópumeistaramót unglinga og undir 21árs í karate, en mótið fer fram í Lissabon í Portúgal. Ísland sendir tvo keppendur á mótið sem bæði keppa í undir 21 árs flokkum, en það eru þau Kristján Helgi Carrasco úr Víking og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik.

Svana Katla byrjar keppni strax á föstudaginn en hún keppir í kata.  Kristján Helgi mun hins vegar keppa á sunnudaginn í kumite. Þetta er fyrsta undir 21árs Evrópumótið hjá þeim báðum,en áður hafði Svana keppt á Heimsmeistaramóti fullorðinna 2012 í hópkata.
Kristján Helgi keppti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Ungverjalandi í fyrra og á Heimsmeistaramóti undir 21árs á Spáni í nóvember síðastliðnum, þar sem hann komst í aðra umferð eftir góðan sigur á andstæðingi sínum frá Katar.

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar