Svana Katla á leið á Evrópumeistaramót unglinga í karate

Svana Katla og Kristján Helgi.
Svana Katla og Kristján Helgi.

Á föstudaginn, 7.febrúar, byrjar Evrópumeistaramót unglinga og undir 21árs í karate, en mótið fer fram í Lissabon í Portúgal. Ísland sendir tvo keppendur á mótið sem bæði keppa í undir 21 árs flokkum, en það eru þau Kristján Helgi Carrasco úr Víking og Svana Katla Þorsteinsdóttir úr Breiðablik.

Svana Katla byrjar keppni strax á föstudaginn en hún keppir í kata.  Kristján Helgi mun hins vegar keppa á sunnudaginn í kumite. Þetta er fyrsta undir 21árs Evrópumótið hjá þeim báðum,en áður hafði Svana keppt á Heimsmeistaramóti fullorðinna 2012 í hópkata.
Kristján Helgi keppti á Evrópumeistaramóti fullorðinna í Ungverjalandi í fyrra og á Heimsmeistaramóti undir 21árs á Spáni í nóvember síðastliðnum, þar sem hann komst í aðra umferð eftir góðan sigur á andstæðingi sínum frá Katar.

[do_widget „Custom Recent Posts by Tags“]

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Stórskemmtileg leiksýning fyrir yngstu kynslóðina

Leikfélag Kópavogs sýnir um þessar mundir barnaleikritið Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1953-1986) sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í janúar 1966. Leikritið byggir á barnabókinni Músabörn í geimflugi eftir sama

Er svefn besta verkjalyfið?

Svefn er ein af grunnstoðum góðrar heilsu ásamt góðri næringu, hreyfingu og vellíðan. Þegar við sofum notar líkaminn tímann til að endurnýja sig og undirbúa okkur fyrir næsta dag. Svefn