Svar Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi við bréfi leikskólastjóra.

vgVinstri græn og félagshyggjufólk fengu bréf frá leikskólastjórum í Kóapvogi, þar sem spurt var hvort frambjóðendur hefðu kjark og framsýni til að taka þennan málaflokk,  leikskólann,  til endurskoðunar í þágu barna. Spurt var eftirfarandi spurninga:

  • Hvernig ætla frambjóðendur að laða að fleiri leikskólakennara til starfa í Kópavogi?
  • Hvaða aðgerðir ætla frambjóðendur að fara í til að koma á stöðuleika í starfsmannahaldi?
  • Hvað ætla frambjóðendur að gera fyrir þá sem nú starfa í leikskólum bæjarins og vinna oft undir miklu álagi ?

Vinstri græn og félagshyggjufólk í Kópavogi vilja að það sé forgangsraðað í þágu barna og fjölskyldna þeirra á næstu árum. Við erum þeirrar skoðunar að bæta þurfi kjör leikskólakennara og gera með þeim hætti starfið eftirsóknarverðara. Við erum líka þeirrar skoðunar að Kópavogsbær eigi að leggja meira fjármagn til reksturs leikskólanna og tryggja það að leikskólarnir geti með sómasamlegum hætti sinnt hlutverki sínu. Við erum líka þeirrar skoðunar að Kópavogsbær þurfi að búa til hvata svo að ungt fólk geti og vilji mennta sig á þessu sviði. Það er okkur morgunljóst að leikskólinn er ein af grunnstoðum samfélagsins og okkur ber skylda til þess að sinna þessum málaflokki með meiri reisn heldur en hingað til hefur verið gert.

Það má nefna þrennt í þessu samhengi.

  • VGF leggja áherslu á að neysluhlé verði greitt í leikskólunum í Kópavogi líkt og í Reykjavík.
  • VGF leggja áherslu á að leikskólarnir fái aftur þann fjölda starfsmannafunda eins og þeir höfðu fyrir niðurskurð 2008.
  • VGF vilja umbuna þeim sem hefja leikskólanám og starfa samhliða við leikskólanna í Kópavogi og létta þeim þannig róðurinn til náms.

Á stefnuskrá Vinstir Grænna hefur staðið um árabil að leikskólinn skuli vera gjaldfrjáls og höfum við útfært þessa stefnu í smáatriði nú í okkar stefnu Vinstri grænna og félagshyggjufólks í Kópavogi.

Það er okkar stefna að sex stunda leikskóli verði gjaldfrjáls og vistun umfram sex tímana verði á sama gjaldi og dægravöl í grunnskóla. Þannig viljum við að leikskólinn standi jafnfætis grunnskólanum hvað gjaldtöku varðar og ef rýnt er í þær tölur er mikil kjarabót fólgin í þeirri breytingu fyrir barnafjölskyldur í Kópavogi.

Við höfum stefnuna og við höfum framtíðarsýn. Við höfum einnig kjark til þess að breyta. Við skorum því á leikskólastjórnendur, leikskólastarfsmenn, barnafjölskyldur og Kópavogsbúa alla að  merkja við V á kjörseðlinum í komandi kosningum. Við þurfum að fá góðan styrk til þess að geta framfylgt stefnunni okkar og framkvæma þessar þörfu breytingar. Að öðrum kosti má búast við óbreyttu ástandi í þessum málaflokki um ókomin ár. Önnur framboð hafa því miður ekki jafn skarpa og framsýna stefnu um leikskólann okkar.

Ólafur Þór Gunnarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sigríður Gísladóttir og Arnþór Sigurðsson í Vinstri grænum og félagshyggjufólks.

Vgogfelagshyggjufolk

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Grindvíkingar í Kópavogsbúið

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, afhenti Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur lykla að íbúðum í gamla Kópavogsbúinu við hátíðlega viðhöfn miðvikudaginn 10. júlí en íbúðirnar verða til afnota fyrir eldra fólk úr

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.

Ert þú í tengslum?

Aðsent Ert þú í tengslum? Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Félagsleg einangrun er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi og rannsóknir sýna að til mikils er að vinna

Pikka upp dósir í Kópavogi

Nú geta íbúar Kópavogs sem vilja styrkja iðkendur íþróttafélaga með dósapening skráð sig á Pikka.is og látið iðkendur koma eftir pöntun að sækja hjá sér dósirnar. Hér áður fyrr var það algengt

Niðurlagning Héraðsskjalasafns Kópavogs

Skaðræðisgjörningur bæjarstjórnar Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs ákvað á fundi sínum 25. apríl 2023 með sex atkvæðum meirihlutans gegn fimm atkvæðum minnihlutans að leggja niður Héraðsskjalasafn Kópavogs. Þar fetaði bæjarstjórnin í slóð