Svikin loforð sjálfstæðismanna ( Allt í plati hjá Ármanni)

Hjálmar Hjálmarsson, 1.sæti á lista Næstbestaflokksins.
Hjálmar Hjálmarsson, 1.sæti á lista Næstbestaflokksins.

Kosningaloforð eða OForð Sjálfstæðismanna í Kópavogi hafa náð nýjum og áður óþekktum hægðum. Eða ættum við að segja lægðum. Öllu skynsömu fólki er fullljóst að þeir munu ekki geta staðið við neitt af þeim. Svikin kosningaloforð er saga Ármanns Kr. og það verða hans eftirmæli.

Ármann Kr. ætlar að tvöfalda eða í raun fjórfalda íþrótta- og tómstundastyrk í 54.000. – Þetta kostar um 400 milljónir á ári. Þeir peningar eru ekki til. Nema Sjálfstæðisflokkurinn ætli að borga þetta úr eigin vasa.

Ármann Kr. ætlar að kaupa spjaldtölvur fyrir alla 5.-10. bekkinga. Þetta kostar um 300 milljónir á ári. Þeir peningar eru heldur ekki til.

Ármann Kr. ætlar að byggja klúbbhús fyrir GKG sem gæti kostað Kópavog um 300 milljónir. Stúku fyrir HK upp á 1000 milljónir og íþróttahús fyrir Gerplu upp á 600 milljónir. Hann ætlar að byggja fyrir fyrir 100 milljónir upp í Guðmundarlundi með formanni fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Svo ofan í kaupið ætlar Ármann Kr. að halda áfram að lækka skuldir, lækka skatta og lækka gjaldskrár.
Sem sagt minnka tekjurnar og stórauka útgjöldin. Ef þetta er ábyrg fjármálastjórn þá er nú botnfrosið í helvíti.
Það sér það hver maður að þetta gengur enganveginn upp.

Þá á eftir að fjármagna gasgerðarstöð í Álfsnesi upp á  ca 3 milljarða. Hlutur Kópavogs sennilega um 400 milljónir í því verkefni.

Sjálfstæðisflokkurinn lofar að skapa skilyrði fyrir ódýrari og minni íbúðir. Því miður getur Ármann Kr. ekki heldur staðið við þetta. Vegna þess að hann vill það ekki og auk þess liggur fyrir að langstærstur hluti þeirra íbúða sem eru í byggingu og eru á skipulega eru ekki litlar og ódýrar heldur dýrar og stórar. Þetta loforð Ármanns Kr. verður svikið eins og hin. Sanniði til. Og kannski sem betur fer. Vegna þess að þetta eru peningar íbúana í bænum og þeim á ekki að verja í  ábyrgðarlaus atkvæðakaup heldur í þjónustu við bæjarbúa.

Eitt loforð gætu þó sjálfstæðismenn hugsanlega staðið við. Frítt í sund fyrir eldri borgara og 10 ára og yngri. Því þetta kostar ekki mikla peninga. Gæti verið um 7-12 milljónir á ári. En nú ber svo við að Ármann Kr. og félagar hans í Sjálfstæðisflokknum hafa ítrekað FELLT tillögur um nákvæmlega þetta á síðustu fjórum árum. Fulltrúi Næstbestaflokksins hefur tvívegis flutt tillögu um frítt í sund fyrir 10 ára og yngri og Gunnar Birgisson þeirra eigin flokksmaður hefur margsinnis flutt tillögur um það að bjóða eldri borgurum ókeypis í sund ásamt fulltrúa Næstbestaflokksins sem þetta skrifar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Kópavogs hafa alltaf staðið gegn þessu og á venjulegri íslensku er það kallað hræsni að lofa einhverju sem menn í hjarta sínu eru á móti.
Staðreyndin er sú ágæti kjósandi í Kópavogi að Ármann Kr. og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan áhuga á þér. Hann hefur bara áhuga á atkvæðinu þínu.  Að halda völdum til að skara eld að sinni köku.

Næstbestiflokkurinn leggur til einu raunhæfu tillöguna varðandi tómstundastyrkinn. Að hann verði hækkaður frá 13.500 fyrir eina grein í 28.000 og foreldrar geti ráðstafað þeirri upphæð í hvaða tómstund sem er, eina, tvær eða fleiri greinar. Þetta mun kosta um 70-100 milljónir á næsta ári.  Þetta eru háar upphæðir og við teljum ekki svigrúm á næsta ári fyrir meiri hækkun. Næstbestiflokkurinn talar fyrir ábyrgð í rekstri bæjarins.

 

Deildu:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn

Fleiri fréttir

Kópavogsblaðið komið út

Stolt Kópavogs eru á forsíðu Kópavogsblaðsins að þessu sinni. Karlalið Breiðabliks er komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir að hafa slegið út Struga frá Norður-Makedóníu. Blikar leika sex leiki í

Mygla hjá velferðarsviði

Velferðarsvið Kópavogsbæjar er ekki lengur með starfsemi í Fannborg 6. Slæm loftgæði eru í húsinu sem haft hefur áhrif á starfsfólk hússins og sýna nýjustu mælingar há gildi myglugróar. Því

Stuð á Hamraborg Festival

Hamraborg Festival fór fram í lok ágúst í Hamraborg og í menningarhúsunum í Kópavogi, en Hamraborg Festival er þverfagleg hátíð með sérstakri áherslu á myndlist, staðbundin verk, gjörningalist og samfélagslega

Króníkan opnar í Gerðarsafni

Veitingastaðurinn Króníkan opnaði í sumar í Gerðarsafni. Samningur við nýjan rekstraraðila var undirritaður 11.maí, á afmælisdegi Kópavogsbæjar. Bragi Skaftason og Sigrún Skaftadóttir, systkini úr Vesturbæ Kópavogs, hafa tekið reksturinn að sér