Saxófónhópurinn Lisa´s Panther frá Sviss heldur tónleika sunnudaginn 5. maí kl. 17.00 í safnaðarsal Lindakirkju. Hópinn skipa 10 börn og unglingar frá Thun í Sviss, þar af spilar einn á slagverk. Í nokkrum lögum leika lengra komnir saxófónnemendur úr Skólahljómsveit Kópavogs og úr Tónlistarskóla Kópavogs með Lisa´s Panther.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Leikin verða að mestu popplög og önnur mjög frískleg tónlist eins og When I am gone (Cup Song), Happy together og einnig lög Donnu Summer og Bee Gees.
