HK bar sigurorð af Haukum í hörkuleik í Fagralundi í kvöld, 2:1, í B-riðli 2.flokks karla í knattspyrnu. Jafnt var með liðunum í hálfleik en þrátt fyrir aragrúa marktækifæra Haukanna tókst þeim ekki að pota boltanum í netið. Sigurmark HK kom undir lok leiksins og eru HK-strákarnir nú komnir á beinu brautina eftir brösótta byrjun. Strákarnir tóku svo Rabbabara Rúna með stæl í leikslok.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.