Rífandi stemning var á Kópavogsvellinum í kvöld þar sem 29. stúlknamót Breiðabliks í knattspyrnu, Símamótið, var sett. Um 240 lið, víðsvegar um landið, etja kappi og munu stúlkurnar og fjölskyldur þeirra án efa setja svip sinn á bæinn núna um helgina. Ingó Veðurguð reif upp gítarinn á setningarhátíðinni og stelpurnar tóku vel undir, eins og heyra má.
Allur réttur áskilinn. Kópavogsblaðið slf. 2024.