Sýning á ljósmyndum Hafdísar Bennett í safnaðarheimili Kópavogskirkju

Hafdís Bennett flutti ung að árum til Danmerkur, og síðar til Bretlands, þar sem hún settist að og hefur búið öll sín fullorðinsár. Hún hefur lagt stund á ýmis konar listform yfir árin, en þó aðallega myndhöggvun ásamt ljósmyndun. „Hugsanlega hefði ég orðið afkastameiri sem listakona hefði ég ekki alltaf unnið fyrst og fremst við fjölskyldufyrirtækið og hjálpað dóttur minni að koma á laggirnar hennar eigin fyrirtæki sem svo blómgaðist vel og varð þekkt tískufyrirtæki, LK Bennett,“ segir Hafdís. „Ég fann þó alltaf einhvern tíma til að vinna að áhugamálum mínum. Auk listmenntunar lærði ég að fljúga, fimmtug að aldri, og tókst að láta gamlan draum rætast sem var að fljúga til Íslands á eigin spýtur ásamt kunningakonu minni. Þetta urðu þrjár ógleymanlegar ævintýraferðir yfir hafið og hálendið.“  Óhætt er að fullyrða að Hafdís hafi lifað viðburðaríku lífi en ef marka má myndir hennar sem eru nú til sýnis í safnaðarheimili Kópavogskirkju hefur hugurinn ávalt reikað heim. Mótívið er landið í öðruvísi sjónarhorni en venja er.

Hafdís Bennett

„Hvað þessa sýningu varðar þá hraus mér hugur að fara í beina samkeppni við þá fjölmörgu afburða ljósmyndara sem efnt hafa til sýninga hér á landi. Því tók ég það ráð að líta landið frá aðeins öðruvísi sjónarhorni en venja er og beina athyglinni að hinu fjölbreytta formi, litum og áferð sem er að finna hér hvert sem litið er. Hraun, mosi, stuðlaberg, steinar, skófir, skriður, jafnvel grjót og þari á svörtum söndum. Allt er þetta svo einkennandi fyrir Ísland,“ segir Hafdís í kynningargrein um sýninguna.

Sýning Hafdísar stendur yfir í safnaðarheimili Kópavogskirkju til ágústloka.

Umræðan

Fleiri fréttir

Lyfjaskolp við Gvendarbrunna – skipulagsslys við Gunnarshólma

AðsentMeirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt að skoða alvarlega áform um að reisa heilsutengt ofurþorp fyrir 15.000 manns við Gunnarshólma, í miðju vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins. Svæðið er þekkt flóðasvæði þar sem áin Suðurá flæðir

Íbúar völdu saunur og skautasvell

Infrarauðar saunur og yfirbyggðir stigar í rennibrautir beggja sundlauga Kópavogs, vélfryst skautasvell í Kópavogsdal, bleikir bekkir til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, aðstaða til sjósunds á Kársnesi og endurnýjun og

Höskuldur og Thelma íþróttakarl og íþróttakona ársins

Höskuldur Gunnlaugsson knattspyrnumaður úr Breiðabliki og Thelma Aðalsteinsdóttir fimleikakona úr Gerplu voru kjörin íþróttakarl og íþróttakona Kópavogs fyrir árið 2024.  Kjörinu var lýst á íþróttahátíð Kópavogs í Salnum miðvikudaginn 8.

Leifur Eiríksson Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, Unnar Atli Guðmundsson plokkari, Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri og Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs.

Plokkari ársins

Unnar Atli Guðmundsson er plokkari ársins í Kópavogi. Bæjarstjóri Kópavogs Ásdís Kristjánsdóttir heiðraði Unnar í Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar en þangað sækir Unnar ruslapoka fyrir plokkið, sem unnið er í sjálfboðavinnu. Unnar