Guðgeir Eyjólfsson, sýslumaður í Kópavogi, hefur sent frá sér svohjóðandi athugasemd vegna fréttar sem birtist í morgun um rangan listabókstaf Bjartrar framtíðar í utankjörstaðaratkvæðagreiðslu:
Atkvæðaseðlar við utankjörfundaratkvæðagreiðslu eru auðir, en kjósandi ritar eða stimplar listabóksafinn á seðilinn. En ef kjósandi veit ekki hvaða listabókstaf hvert framboð hefur höfum við bent á vefsíðuna kosning.is en þar eru upplýsingar um úthlutun listabókstafa eins og þeir voru við síðustu alþingiskosningar. En það er á ábyrgð kjósanda sjálfs að þekkja listabókstaf þess framboðs sem hann hyggst kjósa. Aðrar opinberar upplýsingar liggja ekki fyrir um listabókstafi fyrr en við auglýsingu kjörstjórnar um framboðslista. Auglýsing um framboðslista í Kópavogi hefur ekki verið birt. En rétt er að benda á það, að kjósanda er heimilt að greiða atkvæði á ný utan kjörfundar, eða á kjördegi.“
Uppfært klukkan 11:44: Stimplar með listabókstöfum framboða komu fyrst til sýslumannsembættis Kópavogs nú í morgun, að sögn Guðgeirs Eyjólfssonar, sýslumanns. 162 hafa kosið í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Kópavogi sem hófst þann 7. apríl.